Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1411560398.37

    Efnaræði á fyrsta námsári á náttúrufræðibraut: Byrjunaráfangi í almennri efnafræði
    EFNA1AM05
    8
    efnafræði
    atóm, mól og efnahvörf. byrjunaráfangi í efnafræði á náttúruvísindabraut
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í þessum byrjunaráfanga fyrir náttúrufræðideild er fjallað um grunnhugtök efnafræðinnar sem framhaldsáfangar byggja á. Nemendur kynnast atómkenningunni og fá þjálfun í að vinna með mælieiningar SI kerfisins. Nemendur æfa notkun nafnakerfis og ritun efnajafna, læra að þekkja mismunandi gerðir efnahvarfa og spá fyrir um myndefni í helstu gerðum efnahvarfa.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • ástandsformi efna og flokkkun efna í hrein efni, efnablöndur og efnasambönd
    • byggingu atóma, sameinda og jóna
    • grunnþáttum lotukerfisins
    • flokkun efna í jónaefni og sameindaefni
    • IUPAC nafnakerfinu fyrir einföld ólífræn efnasambönd og einfaldar lífrænar sameindir,
    • hugtökum um massa efna og efnismagn
    • hlutföllum í efnahvörfum
    • hugtökum um takmarkandi efni og ofgnótt
    • fræðilegri nýtni og hlutfallsheimtum
    • helstu gerðum efnahvarfa í vatnslausn
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina efni í hrein efni, frumefni, efnablöndur og efansambönd.
    • vinna með einingar metrakerfisins
    • ákvarða fjölda öreinda í atómi út frá sætistölu og massatölu
    • sýna byggingarformúlur einfaldra lífrænna efnasambanda
    • setja upp og stilla efnajöfnur
    • vinna með mól, massa, mólmassa, mólstyrk og þynningar
    • ákvarða nýtni í efnahvörfum
    • spá fyrir um myndun botnfalls við blöndun vatnslausna
    • rita efnajöfnu hlutleysingar sýru- og basa
    • rita formúlu-, jóna- og lokajónajöfnur
    • greina á milli rammra og daufra sýra
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vera læsir á efnatákn og efnajöfnur
    • tengja hugtök efnafræðinnar við efni og hegðun efna í umhverfi sínu
    • skilja samhengi milli stærða
    • nota gögn eins og lotukerfi, jónatöflur og aðrar töflur við lausn verkefna
    • meta trúverðugleika niðurstaðna útreikninga
    Þátttaka og framlag í bóklegum og verklegum tímum, skilaverkefni og prófverkefni