Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1417527580.04

  Runur og tölfræði
  STÆR2RT05
  36
  stærðfræði
  rannsóknir, tölfræði
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Efni áfangans er þrískipt, vísisföll og andhverfu þeirra og svo líkindafræði og tölfræði. Um töflukennslu og hópavinnu er að ræða en auk þess er efnið tilvalið til að nemendur kynni sér það sjálfir. Samhliða þessum kennsluháttum er svo leiðsagnarnám þar sem nemendur er leiddir áfram skref fyrir skref. Í tölfræðihlutanum er áhersla á notkun töflureiknis. Þar sem áfanganum er skipt í mörg atriði þá eru möguleikar á mismunandi kennsluaðferðum miklir og sér í lagi er verkefnavinna í tímum (og fyrirlesturinn heima) kjörin í bland með öðru.
  STÆR2MM05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • • vísis- og lograföllum
  • • diffrun einfaldra falla
  • • runum og röðum
  • • líkindahugtakinu og þeim hugtökum sem tengd er því; tilraun, útkomu, úrtaksrúmi, atburði
  • • meðaltali og staðalfráviki
  • • normaldreifingu og tvíkostadreifingu
  • • notkun normaldreifingar til að meta tilgátur sem settar eru fram og út frá þeim eru gögn sem fengin eru með könnun metin
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • • nota vísis- og lograföll við lausn verkefna
  • • diffra einföld föll og beita reiknireglum diffrunar
  • • hagnýta sér diffrun við lausn dæma
  • • skilja samhengi á milli runa og raða og t.d. vaxtareiknings
  • • beita marktæknireikningum með notkun normaldreifingar
  • • smíða líkan fyrir tilraunir þannig að einfalt sé að finna líkindi ýmissa atburða
  • • reikna líkindi, einföld og skilyrt
  • • nota normaldreifingu til að meta tilgátur
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • • taka þátt í hópvinnu og geti miðlað af eigin þekkingu
  • • miðla einfölduðum aðferðum ályktunartölfræði
  • • sýna skilning á útreikningi staðalfráviks og geta útskýrt fyrir öðrum hvað staðalfrávik stendur fyrir
  • • geta nýtt sér normaldreifingu til að meta gögn og álykta
  • • gera sér grein fyrir takmörkunum tölfræðinnar
  • • geta með gagnrýnum hætti rökrætt tölfræðilegar niðurstöður
  • • átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu
  Byggir á lokaprófi, vinnusemi í kennslutíma, heimanámi og hópvinnu og skyndiprófum.