Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1424423540.76

  Uppsetning forrita og stýrikerfa 3
  USFS2AD05
  1
  Uppsetning forrita og stýrikerfa
  Active Directory
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  SS
  Nemendur leysa raunveruleg verkefni sem koma upp innan veggja skólans eins og viðhald á nemendavélum og uppsetning þeirra. Uppsetning á stýrikerfum í gegnum Virtualbox skoðuð og framkvæmd. Nemendur læra uppsetningu og rekstur á Windows Small Business Server. Nemendur kynnast uppbyggingu Windows Server, aðgangsstjórnun notenda og hópa ásamt reglustýringu. Exchange Server verður einnig settur upp og prentun yfir innra net verður skoðuð sérstaklega. Notendaforrit sem notuð eru við daglegan rekstur netkerfa skoðuð
  USFS1NS05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • hvernig Active Directory virkar
  • hvernig setja á upp Active Directory á netþjónum
  • hvernig best er að haga viðhaldi á Active Directory
  • öryggismálum er snerta Active Directory
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • hönnun á Active Directory
  • uppsetningu á Active Directory og öllum þáttum þess
  • kerfisstjórn með Active Directory
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • setja upp nýtt Active Directory á netþjóni
  • viðhalda Active Directory á netþjóni
  • vera fær um að beita Group Policy á innra neti
  Lögð verður áhersla á fjölbreytt námsmat. Metin verða verkefni af ýmsu tagi sem nemendur leysa í kennslustundum og/eða heima.