Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1424702269.68

  Stærðfræðigrunnur 1
  STÆF1FB03
  1
  Stærðfræði
  brotareikningur, forgangsröð, grunnaðgerðirnar fjórar, prósentur
  Samþykkt af skóla
  1
  3
  AV
  Í áfanganum er lögð megináhersla á grunnatriði í stærðfræði. Nemandinn fæst við útreikninga og stærðfræðileg hugtök sem notuð eru í daglegu lífi. Áhersla verður lögð á að nemandinn tileinki sér aðferðir við lausn verkefna sem henta honum og geti unnið að lausn verkefna með öðrum. Aðalmarkið áfangans er að vekja áhuga nemandans á stærðfræði og hagnýtingu hennar. Lögð er áhersla á að nemandinn fái jákvæða mynd af stærðfræði, getu sinni til að leysa stærðfræðileg viðfangsefni og öðlist aukið sjálfstraust og vilja til að ná markmiðum sínum.
  engar
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • reikniaðgerðum
  • forgangsröð reikniaðgerða
  • reikniaðgerðum með almennum brotum
  • grunnatriðum í prósentureikningi
  • mikilvægi einfaldrar stærðfræði í daglegu lífi
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • beita reikniaðgerðum við lausn verkefna
  • beita forgangsröðun aðgerða í einföldum dæmum
  • nota algeng stærðfræðitákn og túlka þau í mæltu máli
  • reikna einföld prósentuverkefni
  • reikna almenn brot/tugabrot
  • eiga samtal við jafningja við úrlausn hópverkefna
  • nota reiknivélina við úrlausn einfaldra dæma
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • vinna skipulega að lausn dæma
  • vinna sjálfstætt með aðferðir í stærðfræði
  • miðla lausnum sínum
  • skilja einfaldar reikniaðgerðir, prósentureikning, brotareikning og forgangsröð aðgerða
  • skiptast á skoðunum við lausn fjölbreyttra verkefna
  • útskýra einfalda fjölmiðlaumfjöllun þar sem tölur koma við sögu
  • skilja áreiðanleika svara
  Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.