Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1425899448.86

  Gaslögmálið og jafnvægi
  EFNA3GE05(31)
  29
  efnafræði
  gaslögmálið, hraði efnahvarfa, orka í efnahvörfum
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  31
  Í áfanganum er fjallað um samband hita, þrýstings og rúmmáls fyrir gastegundir. Þá er fjallað um helstu gerðir efnahvarfa og farið dýpra í magnbundna útreikninga en gert var í EFNA2AE05(21). Einnig er fjallað um ýmsa þætti tengda efnahvörfum svo sem varmabreytingar og hraða efnahvarfa. Lagður er grunnur að skilningi nemenda á jafnvægishugtakinu. Verklegar æfingar og skýrslugerð fær meira vægi en áður.
  EFNA2AE05(21)
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • gaslögmálinu og hugmyndum um kjörgas
  • varmabreytingum í efnahvörfum
  • myndunarvarma
  • hraða efnahvarfa og tengslum hvarfgangs og hraðajöfnu
  • virkjunarorku
  • ytri þáttum sem hafa áhrif á jafnvægisstöðu efnahvarfa.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • nota gaslögmálið til að reikna rúmál, hita og þrýsting
  • framkvæma útreikninga tengda massahlutföllum í efnahvörfum
  • nota lögmál Hess til að reikna hvarfavarma
  • lesa úr hraðajöfnu efnahvarfa
  • rita jafnvægislíkingu efnahvarfs og nota hana til að reikna jafnvægisfasta eða jafnvægisstyrk.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • útskýra samband þrýstings, rúmmáls og hita fyrir kjörgas ...sem er metið með... verkefnum/skýrslum/prófum
  • útskýra hlutþrýsting og þekkja samband hlutþrýstings, mólstyrks og heildarþrýstings ...sem er metið með... verkefnum/skýrslum/prófum
  • útskýra hugtakið hvarfavarmi ...sem er metið með... verkefnum/skýrslum/prófum
  • útskýra áhrif hita, mólstyrks og hvata á hraða efnahvarfa ...sem er metið með... verkefnum/skýrslum/prófum
  • beita jafnvægislíkingunni við útreikninga ...sem er metið með... verkefnum/skýrslum/prófum
  • fjalla um niðurstöður tilrauna á skýrsluformi ...sem er metið með... skýrslum.
  Í áfanganum er gert ráð fyrir leiðsagnarmati sem byggist á því að nemandinn fái með skipulegum og reglulegum hætti upplýsingar frá kennara um hvernig hann stendur í náminu. Meðal námsmatsþátta er skýrslugerð í kjölfar verklegra æfinga, mat á vinnulagi, heimadæmi, kaflapróf og lokapróf.