Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1429608591.07

  Markviss íþróttaþjálfun
  ÍÞJÁ2MÞ02
  1
  íþróttaþjálfun
  markviss íþróttaþjálfun
  Samþykkt af skóla
  2
  2
  Áfanginn er fyrir nemendur sem eru í afreksþjálfun, skipulagðri íþróttaþjálfun hjá íþróttafélagi. Nemendur fá þessa þjálfun metna til eininga. Nemendur þurfa að skila ákveðinni vinnu, bæði hvað varðar þjálfunina og verkefnaskil. Engin skipulögð kennsla er í áfanganum en nemendur og umsjónarmaður munu hittast reglulega yfir önnina til að fara yfir mál hvers og eins nemanda.
  HEIF1NH03, HEIF1ÞJ03
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • mikilvægi þjálfunar
  • markvissri og skipulagðri þjálfun
  • mikilvægi þess að skipuleggja þjálfun fram í tímann
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • gera þjálfunaráætlun sem nær yfir ákveðið tímabil (skólaönnina)
  • gera þjálfunardagbók yfir ákveðið tímabil (viku)
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • setja upp skipulagða þjálfunaráætlun ...sem er metið með... umræðum og skriflegum verkefnum
  • leita sér aukinnar þekkingar á viðfangsefni sínu (íþróttagreininni eða ákveðnu þjálfunarformi) ...sem er metið með... skriflegu verkefni
  Áfanginn er metinn lokið/ólokið. Leiðsagnarmat með símati alla önnina.