Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1430320638.56

  Lestur, málfræði, ritun og orðaforði
  ENSK2RL05(11)
  66
  enska
  lestur, málfræði, ritun og orðaforði
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  11
  Í beinu framhaldi af námi í grunnskóla eru undirstöðuatriði enskrar málfræði, sérstaklega þau atriði sem reynast íslenskum nemendum erfið, rifjuð upp í samhengi við aðra þætti námsins. Áhersla er lögð á vandlegan lestur texta með það fyrir augum að byggja upp orðaforða. Hlustun er æfð markvisst yfir önnina. Fjölbreytilegar skriflegar æfingar eru lagðar fyrir. Notkun orðabóka er þjálfuð og nemendur hvattir til að nýta sér slík hjálpartæki þar sem þeim verður við komið. Jafnframt er leitast við að þjálfa nemendur í gagnrýninni hugsun, lýðræðislegum vinnubrögðum og skapandi starfi. Áhersla er lögð á ábyrgð nemenda á námi sínu.
  Grunnskólapróf
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • helstu grundvallaratriðum enskrar málfræði, s.s. ákveðnum og óákveðnum greini, eignarfalli nafnorða, óreglulegum sögnum, algengustu tíðum sagna, fornöfnum, forsetningum og stigbreytingu lýsingarorða
  • grundvallaratriðum í framburði ensks talmáls
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • hlusta á margvíslegt raunefni og draga úr því upplýsingar
  • lesa margvíslega texta ætlaða enskumælandi fólki
  • beita hjálpartækjum sem standa til boða til að bæta árangur í námi, s.s. orðabókum, leiðréttingarforritum, hljóðbókum o.s.frv.
  • skrifa skipulegan texta og skipta i efnisgreinar.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • taka þátt í samræðum á ensku ...sem er metið með... samtals- og kynningarverkefnum.
  • hlusta á enskt mál talað á raunhraða og draga út úr því aðalatriðin ...sem er metið með... hlustunaræfingum og/eða –prófum
  • tjá eigin hugsanir og skoðanir á ensku ...sem er metið með... ýmiss konar verkefnum yfir önnina
  • taka virkan þátt í hópavinnu og sýna þá ábyrgð að vinna þá vinnu sem honum er ætluð innan hópsins ...sem er metið með... einstaklingsbundnu mati á frammistöðu nemandans í því hópastarfi sem fram fer
  • meta námsframlag samnemenda sinna á sanngjarnan hátt og vera fær um að rökstyðja sína niðurstöðu ...sem er metið með... jafningjamati.
  Í áfanganum er gert ráð fyrir leiðsagnarmati sem felst í því að nemandinn fái með skipulegum og reglulegum hætti upplýsingar frá kennara um hvernig hann stendur í náminu. Meðal námsmatsþátta eru ýmiss konar verkefni (bæði einstaklings- og hópverkefni, munnleg verkefni og skrifleg), tímaritgerð, hlustunaræfingar auk munnlegra og skriflegra prófa.