Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1430398469.24

  Vistfræði
  LÍFF3VF05(23)
  30
  líffræði
  vistfræði
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  23
  Uppbygging, orkuflæði og efnahringrásir vistkerfa. Líffræðilegur fjölbreytileiki, breytingar á tegundafjölbreytni samfélaga. Stofnvistfræði, mælingaraðferðir, stofnrannsóknir. Verkefnavinna byggð á söfnun gagna úti í náttúrunni.
  LÍFF2AL05(11)
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • grunneiningum vistfræði, þ.e. stofn (population), samfélag (community) og vistkerfi (ecosystem) og þeim lögmálum sem þessar einingar lúta, svo sem stofnstærð, stofnvöxtur, samskipti stofna, framvinda, fjölbreytni, fæðuvefir, orkuflæði, efnahringrásir o.fl.
  • manninum sem vistfræðilegri tegund, sem lýtur vistfræðilegum lögmálum.
  • sérstökum umhverfisáhrifum mannsins sem dýrategundar.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • nýta aðferðir vistfræðinnar til að nálgast ofangreind þekkingarmarkmið, m.a. með einföldum rannsóknum á dýra- og plöntusamfélögum úti í náttúrunni..
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • setja fram og túlka vistfræðilegar upplýsingar, þ.m.t. gögn úr vistfræðilegum útirannsóknum. ...sem er metið með... verkefnum og skýrslum úr verklegum æfingum
  • miðla þessum upplýsingum munnlega eða í skýrslum á einfaldan hátt. ...sem er metið með... umræðutímum/málstofum og skýrslum
  • stunda frekara nám í vistfræði. ...sem er metið með... verkefnum og prófi
  • nýta þekkingu sína og leikni til að leysa verkefni, sem eru sambærileg en ekki þau sömu og hann hefur áður leyst, ...sem er metið með... verkefnum, þar sem reynir á innsæi
  Námsmat með áherslu á leiðsagnarmat er í höndum og á ábyrgð kennara.