Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1430918935.4

  Stjórnmálafræði
  FÉLA3ST05
  38
  félagsfræði
  stjórnmálafræði
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Stjórnmálafræðin kynnt sem fræðigrein Farið er yfir helstu hugmyndafræði, íslensk stjórnmál, Alþingi, íslenska stjórnmálaflokka, alþjóðastjórnmál og áhrif fjölmiðla. Farið verður yfir ágreiningsmál og helstu mál sem eru efst á baugi hverju sinni.
  Að nemandi hafi lokið áfanganum FÉLA2AK06
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • stjórnmálum á Íslandi
  • helstu deilumálum dagsins
  • alþjóðastjórnmálum
  • stjórnmálum í nágrannalöndunum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • ræða og fjalla um stjórnmál
  • rökstyðja skoðanir sínar á samfélagslegum málefnum
  • tjá afstöðu sína til tiltekinna mála
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • vinna félagsfræðilega rannsókn á stjórnmálum
  • kunna skil á stefnum, áhrifum, þróun og sveiflum í íslenskum stjórnmálum
  • mynda sér skoðanir á rökstuddan, meðvitaðan og gagnrýninn hátt
  • bera virðingu fyrir skoðunum og lífsgildum annarra
  • geta komist að sameiginlegri niðurstöðu í deilumálum við þann sem deilt er
  Leiðsagnarmat þar sem vinna nemanda er metin jafnóðum allan námstímann. Til grundvallar matsins eru eftirfarandi þættir: Frammistöðumat: 10% Verkefni frá kennara: 40% Verkefni sem nemendur ákvarða: 20% Rannsóknarverkefni: 30%