Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1431448544.54

    Fóðrun og heilsa II
    FÓHE2HU03
    1
    Fóðrun og heilsa (hestabraut)
    Heilbrigði og umhirða
    Samþykkt af skóla
    2
    3
    Meginviðfangsefni áfangans er að kenna helstu undirstöðuatriði varðandi almenna umhirðu hesta er stuðla að heilbrigði og velferð þeirra. Farið verður yfir líkamsbyggingu hestsins, stoðkerfi, bein, vöðva og meltingarfæri. Nemendur kynnast skala holdastigunnar og læra að meta holtastig. Farið verður yfir grundavallaratriði er tengjast heilsu hrossa og helstu sjúkdóma. Þá verður farið vel yfir hófa og fætur hrossa og sú þekking tengd praktískum þáttum varðandi járningu og hófhirðu. Nemendur fá kennslu í meðhöndlun járningaverkfæra og læra að klippa til hófa, móta til skeifur á einfaldan hátt og negla skeifur á dauðar fætur.
    HEST1ÞGF05, REIM2GÞ05, FÓHE1GR03
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • undirstöðuatriðum er varðar almenna umhirðu hesta er stuðla að heilbrigði og velferð þeirra.
    • líkamsbyggingu hestsins, stoðkerfi, beinum og vöðvum
    • meltingarfærum hrossa
    • uppbyggingu hófa og fóta.
    • holdafari hesta, holdastigunnarkvarða
    • helstu staðreyndir er lúta að heilbrigði og heilsufari hesta
    • algengustu hrossa-sjúkdómum
    • helstu staðreyndum er lúta að umhirðu fóta og hófa.
    • sögu og þróun járninga
    • mismunandi vinnuaðferðum við járningar.
    • helstu járningarverkfærum og hvernig þau eru notuð.
    • hvaða þættir hafa áhrif á hófvöxt.
    • helstu atriði er varða skeifur, hóffjaðrir og annað efni sem notað er við járningar.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • leggja mat á andlegt og líkamlegt ástand hesta
    • leggja mat á heilbrigði hrossa
    • nefna helstu sérkenni á líkamsbyggingu hrossa
    • geta nefnt helstu heiti á líkama hestsins
    • lyft upp öllum fótum hestsins þvingunarlaust
    • meta holdafar
    • geta lagt mat á ástand járninga
    • meðhöndla járningaverkfæri
    • móta til skeifur
    • negla skeifur á dauða fætur
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • aðstoða við almenna hirðingu á hrossum
    • þekkja útlit heilbrigðs hests
    • geta greint ef hestur er ekki í eðlilegu ásigkomulagi
    • meta holdafar hrossa
    • meta ástand járninga
    • festa skeifu sem hestur hefur misst undan
    Námsmat er fjölbreytt og felst meðal annars í ýmsum verkefnum, prófum, jafningjamati og sjálfsmati.