Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1432741576.85

  Fjallamennska 2 - búnaður og tækni
  FJAL1BT13
  2
  fjallanám
  Búnaður, tækni
  Samþykkt af skóla
  1
  13
  Áfanginn er framhald af FJAL1AA12 og haldið er áfram að kenna atriði tengd fjallamennsku og útivist. Hér bætast jökla- og skíðaferðalög við. Einnig er farið ítarlegar yfir öryggisatriði og búnað. Leiðsögn og þjálfun í fyrstu hjálp verður veitt. Áfanganum lýkur með lokaferð.
  FJAL1AA12
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • fyrstu hjálp og viðbrögðum á slysstað, spelkun, sáraumbúðum og slíku
  • tækifærum og möguleikum til útivistar og ferðalaga í nærumhverfi sínu
  • grunnatriðum í ísklifri og leiðarvali á jökli
  • mismunandi skíðabúnaði og stjórnun skíða í mismunandi aðstæðum
  • skipulagi fjallaferða og viðeigandi búnaði
  • skipulagi afþreyingarferða af ýmsum toga
  • notkun sérhæfðs búnaðar til útivistar
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • stunda ísklifur af öryggi og velja leiðir við hæfi
  • finna heppilega samstarfsaðila og tengiliði við skipulag og undirbúning ferða
  • þekkja til mismunandi skíðabúnaðar og stjórna skíðum í mismunandi aðstæðum
  • skipuleggja fjallaferðir og nota þann búnað sem þarf
  • skipuleggja fjölbreyttar afþeyingarferðir og nota sérhæfðan útivistarbúnað
  • nýta sér þríhyrningakerfið og búnað við fyrstu hjálp
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • ferðast örugglega um skriðjökla og stunda ísklifur við hæfi
  • velja skíðabúnað við hæfi út frá getu og áætlaðri notkun
  • geta valið og farið í fjallaferðir við hæfi og nýtt þann búnað sem þarf
  • geta stundað fjölbreytta útivist á öruggan hátt og skipulagt mismunandi ferðir
  • geta brugðist við á viðeigandi hátt þegar slys ber að höndum í ferðalögum
  Símat þar sem verkefni, frammistaða í ferðum og önnur viðfangsefni verða metin jafnt og þétt yfir önnina. Leiðsagnarmat þar sem áhersla er lögð á að umsagnir og eftirfylgni í framhaldinu leiði nemandann áfram.