Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1432828086.02

  Fjallamennska 4 - eigin ferðaleiðir
  FJAL2EF13
  2
  fjallanám
  Ferðaleiðir
  Samþykkt af skóla
  2
  13
  Áfanginn er áframhald fyrri áfanga þar sem megináherslan er á jökla, skíði og fjöll. Nemendur þjálfast í að undirbúa og takast á við krefjandi aðstæður. Þeir þurfa að velja leiðir til fjalla og á jökli og hafa yfirsýn og þekkingu á þeim búnaði sem þarf við skíðaferðir, sprungubjörgun og vetrarferðir. Nemendur fá sýn á það hvað skiptir máli við snjóflóðamat og hvað ber að hafa í huga við ótryggar aðstæður í vetrarfæri til fjalla.
  FJAL2DF12
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • ísklifri, leiðarvali á jökli, áhættumati og stjórnun, ásamt sprungubjörgun
  • mismunandi skíðabúnaði, stjórnun á skíðum við utanbrautarskíðun
  • viðeigandi viðbrögðum við snjóflóði og notkun á snjófljóðabúnaði
  • skipulagi fjallaferða að vetri og þeim útbúnaði sem þarf til þeirra
  • ferðum á jökulhettum og viðeigandi búnaði, ásamt sprungubjörgun
  • rötun og leiðarvali í fjalllendi
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • stunda ísklifur af öryggi og að velja ísklifurveggi við hæfi
  • nota réttan búnað og hirða persónulega um umhverfið á skriðjökli
  • renna sér á skíðum af fullri stjórn utan brautar
  • framkvæma sprungubjörgun
  • þekkja kosti og galla mismunandi skíðabúnaðar
  • sýna viðeigandi viðbrögð við snjóflóðum og notkun snjóflóðabúnaðar
  • meta aðstæður á snjóflóðasvæðum
  • skipuleggja fjallaferðir og nota búnað sem þarf í slíkar ferðir
  • ferðast á jökulhettum
  • rata og velja leiðir í fjalllendi, meta áhættu og stýra þeirri hættu
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • ferðast örugglega um skriðjökla
  • stunda ísklifur við hæfi og framkvæma sprungubjörgun
  • velja skíðabúnað við hæfi miðað við tilgang og notkun
  • sýna viðeigandi viðbrögð við snjóflóði
  • geta valið og farið í fjallaferðir við hæfi
  • hagnýta sér búnað sem þarf til að ferðast í brattlendi
  • ferðast örugglega á jökulhettum
  • rata og velja öruggustu leiðina í fjalllendi
  • vinna af öryggi við sprungubjörgun
  • leggja mat á hættur og stýra mögulegum áhættuþáttum
  • geta notið þess að vera á fjöllum
  Símat þar sem verkefni, frammistaða í ferðum og önnur viðfangsefni verða metin jafnt og þétt yfir önnina. Leiðsagnarmat þar sem áhersla er lögð á að umsagnir og eftirfylgni í framhaldinu leiði nemandann áfram. Engin skrifleg lokapróf.