Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1432890432.57

  Fjallamennska 5 - lokaferð
  FJAL2FE10
  3
  fjallanám
  Ferðir
  Samþykkt af skóla
  2
  10
  Í áfanganum er farið í lokaferð í lok fjórðu og síðustu námsannar. Hér sameinast þau námskeið sem nemendur hafa lokið. Nemendur nýta þá kunnáttu og þekkingu sem þeir hafa öðlast í náminu til að leysa verkefnin sem felast í lokaferðinni. Haldið er til í eins konar grunnbúðum og farið í dagsferðir og einnar nætur ferðir út frá þeim.
  FJAL2EF13
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • fjölbreyttum möguleikum á að stunda útivist
  • skipulagi við lengri afþreyingarferðir af mismunandi tagi
  • sérhæfðum búnaði til útivistar
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • velja milli mismunandi leiða sem henta hverju sinni til útivistar
  • meta hvað skiptir mestu máli við skipulag á lengri útivistarferðum
  • velja sérhæfðan útivistarbúnað í samræmi við aðstæður
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • stunda fjölbreytta útivist á öruggan hátt
  • skipuleggja viðameiri útivistarferðir
  • nota sérhæfðan búnað sem stuðlar að sem mestu öryggi
  • taka saman í lok ferðar mat á hvernig til tókst og geta dregið lærdóm af því
  Símat þar sem frammistaða í ferðinni verður metin jafnt og þétt. Leiðsagnarmat þar sem áhersla er lögð á að umsagnir og eftirfylgni í framhaldinu leiði nemandann áfram.