Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1432896006.95

    Danska fyrir færan notanda - a
    DANS3CG05
    16
    danska
    evrópski tungumálaramminn, grunnur, stig c1
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Nemendahópur hverju sinni, ásamt kennara, ákveður viðfangsefni og vinnuaðferðir í áfanganum í samræmi við nútímakenningar í kennslufræði tungumála. Áhersla er lögð á sívaxandi ábyrgð og frumkvæði nemenda og að þeir geti samtímis sinnt hugðarefnum sínum og þjálfast í öguðum vinnubrögðum. Lagt er til að hverjum áfanga verði skipt í þrjú tímabil. U.þ.b. fjórar kennsluvikur er hæfilegur tími til að vinna að stórum verkefnum sem krefjast mikils lestrar og rannsóknar-eða ritstjórnarvinnu. Einnig er mikilvægt að verkefnið fái tíma til að gerjast og þróast áður en endanleg útkoma lítur dagsins ljós. Um er að ræða nokkuð viðamikil verkefni í formi þemavinnu og ferlisverkefna. Þar sem ferlið er ekki síður mikilvægur þáttur en það sem út úr vinnunni kemur. Efnisöflun,val, úrvinnsla,birtingarform og mat er að mestu leyti í höndum nemenda sjálfra . Áfanginn er ætlaður til frekari þjálfunar færniþátta sem eru nauðsynlegir hverjum einstaklingi til að verða gjaldgengur á dönsku málsvæði sem nemandi, ferðamaður, þátttakandi á fundum og ráðstefnum eða sem gestgjafi í eigin landi
    DANS3VB05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • danskri menningu sem og eigin menningu í alþjóðlegu samhengi
    • uppruna og útbreiðslu danskrar tungu og skyldleika hennar við íslenskt mál
    • hvernig hann aflar sér orðaforða sem gerir honum kleift að tileinka sér með góðu móti lesefni í áframhaldandi námi eða starfi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja fólk með dönsku að móðurmáli án teljandi erfiðleika þegar hann hefur vanist málhreimnum
    • beita öllum helstu lestraraðferðum af kunnáttu
    • nota tungumálið á sveigjanlegan og árangursríkan hátt í samræðum
    • tjá sig af öryggi um margvísleg málefni, bæði almenn og persónuleg
    • beita ritmálinu í mismunandi tilgangi, fræðilegum og persónulegum, með stílbrigðum og málsniði sem við á og mætir hæfniviðmiðum þrepsins
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja án nokkurra erfiðleika langan málflutning, bæði lifandi mál s.s.fyrirlestra og upptekið efni úr fjölmiðlum, jafnvel þegar talað er óskipulega og þegar samhengi er einungis gefið í skyn en ekki nákvæmlega tilgreint
    • lesa nánast allar gerðir ritaðs máls og geta greint stílbrigði ásamt því að geta lesið velflesta sérhæfða texta með aðstoð orðabókar
    • tjá sig af nokkru öryggi og án mikillar umhugsunar eða orðaleitar. Hann skal geta sett fram hugmyndir sínar og skoðanir af nákvæmni og koma þeim kunnáttusamlega til annarra
    • geta gefið skýrar nákvæmar lýsingar á flóknum málefnum í mörgum liðum, rætt ákveðin atriði og dregið saman í viðeigandi niðurstöður
    • skilja stjórnmál, fjölmiðla og sögu og áhrif þeirra á þjóðfélagsmótun í Danmörku
    • geta skrifað um flókin efni í bréfum, ritgerðum og skýrslum og geta valið sér ritstíl sem hentar tilefni og lesendahópi
    Fjölbreytt námsmat endurspeglar markmið áfangans í öllum færniþáttum í samræmi við evrópsku tungumálamöppuna (ETM). Námsmat er í formi símats; munnlegra og skriflegra smærri og stærri verkefni sem dreifast jafnt yfir önnina. Þau byggja á kennara-, sjálfs- og jafningjamati og á virkni og verkefnaskilum nemenda, þar sem færniþættirnir lesskilningur, hlustun, tal og ritun, auk málfræði eru metnir.