Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1433841958.25

  Inngangur í Þjóðhagfræði
  HAGF2ÞJ04
  18
  hagfræði
  þjóðhagfræði
  Samþykkt af skóla
  2
  4
  Kynnt eru grunnhugtök og meginviðfangsefni hagfræðinnar. Fjallað er um grunneiningar hagkerfisins og samspil þeirra í markaðsþjóðfélagi. Hringrás efnahagslífsins er útskýrð og fjallað um helstu hagstærðir þjóðarbúsins og innbyrðis tengsl þeirra. Meginþættir í efnahagsþróun eru teknir fyrir og hagræn vandamál skoðuð með dæmum úr íslensku efnahagslífi. Kynnt er margvísleg framsetning á hagfræðilegu efni. Nemendur fá þjálfun í að lesa úr línuritum og innsýn í notkun vísitalna og fleiri algengra aðferða við vinnslu á hagfræðilegum upplýsingum.
  UPPT1UT04/UTN1A04
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • grunnhugtökum og kenningum í þjóðhagfræði
  • hagtölum og hagkerfum
  • mismunandi hagkerfum, uppbyggingu þeirra og starfsemi
  • hagstjórn/fjármálastefnu
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • útskýra grunhugtök og kenningar í þjóðhagfræði
  • þekkja ýmsar þjóðhagstærðir og fjalla um efnahagslegt umhverfi
  • vinna með jafnvægisverð, magn á markaði og verðbólgu
  • vinna með hlutfallslega og algjöra yfirburði
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • beita grunnhugtökum og kenningum þjóðhagfræðinar
  • reikna út jafnvægisverð, magn á markaði og verðbólgu
  • tjá sig um efnahagsmál og afla sér ganga og upplýsingar um efnahagsmál
  • túlka og vinna með þjóðhagsstærðir
  Námsmatið er þríþætt. Fjögur próf gilda 50%, fjögur skilaverkefni/hópa gildir 30% og verkefnavinna í kennslustund gildir 20%. Meðaleinkunn fyrir hvern og einn af þessum þremur þáttum þarf að vera minnst 4.5 til þess að standast áfangann. Nái einn af þáttunum tveimur ekki 4.5, gildir sú einkunn sem lokaeinkunn áfangans.