Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1433851843.21

  Bókmenntir jafnrétti og sköpun
  ÍSLE3FS05
  119
  íslenska
  lestur fagurbókmennta, skapandi skrif, túlkunarmöguleikar
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Grunnþættir: Læsi, sköpun og jafnrétti. Í þessum áfanga er unnið með markvissa ritþjálfun, ritgerðasmíð og meðferð heimilda. Nemendur nái tökum á kjarna máls, blæbrigðum og miðlun efnis í formi skapandi skrifa og tjáningar. Unnið er með þjóðsögur og ævintýri m.a. í formi teiknimynda. Fjallað um kynhlutverk og stöðu kvenna í íslensku samfélagi og bókmenntum. Lesin bók og/eða unnið með kvikmynd í tengslum við jafnréttisbaráttuna. Enn fremur er markviss þjálfun í tjáningu, hlustun og eflingu orðaforða nemenda. Frumkvæði ábyrgð og sjálfstæð vinnubrögð eru höfð að leiðarljósi.
  ÍSLE2AL05 - ÍSLE2GO05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • ritgerðarsmíð og heimildavinnu
  • mismunandi tegundum bókmennta og grunnhugtökum bókmenntafræði
  • jafnréttis- og sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar í tengslum við bókmenntir
  • orðaforða sem nægir til að lesa helstu verk íslenskrar bókmenntasögu
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • rita og ganga frá heimildaritgerð þar sem hann beitir gagnrýninni hugsun við úrvinnslu og kemur efninu á framfæri á skýran og greinargóðan hátt
  • flytja af öryggi og sannfæringarkrafti vel upp byggða ræðu
  • beita skýru, blæbrigðaríku og viðeigandi máli í ræðu og riti
  • greina mun á aðal- og aukaatriðum í frágangi og kynningu verkefna
  • lesa bókmenntatexta sér til fróðleiks og ánægju, skilja lykilhugtök og greina mismunandi sjónarhorn
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skrifa skýran, vel uppbyggðan og grípandi texta og geta valið viðeigandi ritstíl
  • beita málinu á viðeigandi og árangursríkan hátt við mismunandi aðstæður í ræð og riti
  • leggja mat á mismunandi texta og mynda sér skoðun á þeim
  • skrifa rökfærsluritgerð þar sem hann kemur skoðunum sínum á framfæri á greinargóðan og gagnrýninn hátt
  • draga saman og nýta upplýsingar úr ýmiss konar heimildum og flétta saman við eigin viðhorf og ályktanir á faglegan og heiðarlegan hátt
  • lesa texta og greina þá og túlka út frá hugtökum bókmenntafræðinnar
  • draga saman aðalatriði, beita gagnrýninni hugsun við lestur, túlkun og úrvinnslu krefjandi texta, átta sig á samfélagslegum skírskotunum, duldum boðskap og hugmyndum