Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1434369366.17

  Rafsuða og logsuða
  MALM1RL05
  2
  Málmsmíði
  Rafsuða, logsuða
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Í áfanganum er áhersla lögð á sjálfstæða vinnu nemandans undir handleiðslu kennara. Gerð er grein fyrir notkun acteylen-gass og súrefnis til málmsuðu og logskurðar, einnig annarra gastegunda sem notaðar eru til logskurðar. Mismunandi hlutar logsuðutækja og notkunarsvið þeirra yfirfarnir. Verklegar æfingar gerðar með lárétta og lóðrétta logsuðu á plötum og logskurð. Unnið með lóðun á kopar og einnig silfurslaglóði. Gerðir rafsuðuvéla kynntar, svo og eiginleikar þeirra og notkunarsvið. Helstu tegundir rafsuðuþráða kynntar. Gerðar verklegar æfingar í láréttri og lóðréttri rafsuðu. Farið rækilega í öryggisþætti varðandi rafsuðu og logsuðu.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • þekkja notkunarsvið og takmarkanir málmsuðutækja
  • mikilvægi nákvæmni og skipulegra vinnubragða
  • nauðsyn þess að vinna af öryggi
  • meðferð og notkun algengustu efna og áhalda við málmsuðu
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • að vinna sjálfstætt að undirbúningi og útfærslu verkefnis og geta lýst því
  • gera vinnuáætlun og vinna samkvæmt henni
  • ræða á gagnrýninn og uppbyggilegan hátt um verkefni
  • vinna af öryggi með algengustu efnum og áhöldum
  • ganga á viðeigandi hátt um búnað og áhöld og deila vinnuaðstöðu með öðrum
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • sýna frumkvæði og útsjónarsemi
  • þróa verkhugmyndir sínar á meðvitaðan hátt, fjalla um þær og framkvæma þær
  • móta og þróa viðfangsefni og læra þannig betur að þekkja sjálfan sig og takmörk sín
  • ræða um og gagnrýna á uppbyggilegan hátt verkefni sín og samnemendanna
  • vinna á skipulegan, öruggan og agaðan hátt
  Fjölbreytilegt námsmat með áherslu á símat, jafningjamat og leiðsögn. Nemendur skoða, skilgreina og gagnrýna verkefni hver annars og ekki síst sín eigin. Ekkert lokapróf er í áfanganum en nemendur vinna að lokaverkefni og opna sýningu á verkum sínum í lok annarinnar.