Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1434369667.46

  Málmsmíði, handverkfæri og mælingar
  MALM1MH05
  3
  Málmsmíði
  Málmsmíði, handverkfæri, mælingar
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Í áfanganum er áhersla á sjálfstæða vinnu nemandans undir handleiðslu kennara. Nemandinn á að verða hæfari til að nota handverkfæri og einföldustu tæki til málmsmíði og viðhalds vélbúnaðar, svo og að geta farið með og lesið af algengustu mælitækjum í málmiðnaði og lesið einföldustu vinnuteikningar. Unnið er að verkefnum svo sem að mæla, saga, sverfa, bora, snitta, slípa, meitla, o.s.frv. Æfð þétting röraskrúfa. Prófað hvernig best sé að ná úr brotnum boltum. Farið yfir notkun og hagnýtingu taflna. Samhliða fer fram fræðsla um slysahættu og öryggisþætti. Farið er yfir notkunarsvið, meðhöndlun, umhirðu, viðhald og öryggisþætti við notkun handverkfæra og tækja sem notuð eru í málmiðnaði. Kennslan er bæði verkleg og bókleg.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • þekkja notkunarsvið og takmarkanir algengustu handverkfæra
  • mikilvægi nákvæmni og skipulegra vinnubragða
  • meðferð og notkun algengustu smíða- og viðgerarefna í málmiðnaði
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • að vinna sjálfstætt að undirbúningi og útfærslu eigin verkefnis og geta lýst því
  • gera vinnuáætlun og vinna samkvæmt henni
  • ræða á gagnrýninn og uppbyggilegan hátt um verkefni
  • vinna af öryggi með algengustu handverkfærum og áhöldum
  • ganga á viðeigandi hátt um tækjabúnað og deila vinnuaðstöðu með öðrum
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • sýna frumkvæði og útsjónarsemi
  • þróa verkhugmyndir sínar á meðvitaðan hátt, fjalla um þær og framkvæma þær
  • móta og þróa viðfangsefni og læra þannig betur að þekkja sjálfan sig og takmörk sín
  • ræða um og gagnrýna á uppbyggilegan hátt verkefni sín og samnemendanna
  • vinna á skipulegan, öruggan og agaðan hátt
  Fjölbreytilegt námsmat með áherslu á símat, jafningjamat og leiðsögn. Nemendur skoða, skilgreina og gagnrýna verkefni hver annars og ekki síst sín eigin. Ekkert lokapróf er í áfanganum en nemendur vinna að lokaverkefni og opna sýningu á verkum sínum í lok annarinnar.