Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1434463343.64

  Inngangur að sálfræði
  SÁLF1AK05
  11
  sálfræði
  almenn kynning
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Kynning á ýmsum stefnum sálfræðinnar, þróun, sögu og rannsóknaraðferðum. Líffræðileg starfsemi heila og taugakerfis, helstu atriði námssálfræðinnar auk kenninga og rannsóknarniðurstöður á svefni og draumum kynntar.
  Engar
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • sögu og þróun fræðigreinarinnar
  • helstu hugtökum og stefnum innan sálfræðinnar
  • hugsun, hegðun og tilfinningum út frá sálfræðilegu sjónarmiði
  • mikilvægi og framsetningu rannsókna í sálfræði
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • taka sjálfstæða afstöðu til ólíkra hugmynda og kenninga fræðigreinarinnar
  • tjá sig um helstu hugtök innan sálfræðinnar með ólíkum hætti
  • greina áhrif umhverfis á eigin líðan og annarra
  • greina hvernig heili og taugakerfi geta haft áhrif á hegðun og líðan
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • tjá sig og færa rök fyrir eigin hugsunum
  • sýna skilning á viðfangsefnum sálfræðinnar og geta beitt þeirri þekkingu
  • bæta eigin vellíðan, andlega og líkamlega
  • sýna umburðalyndi gagnvart öðrum í samfélaginu
  Kaflapróf, sjálfstæð verkefnavinna, hópavinna, kynningar, lokapróf.