Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1434702999.6

    Fóðrun og heilsa I – Grunnnámskeið
    FÓHE1GR03
    3
    Fóðrun og heilsa (hestabraut)
    Grunnnámskeið
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    Meginviðfangsefni áfangans er að kenna helstu undirstöðuatriði varðandi fóðrun og umhirðu hesta. Farið verður yfir helstu grunnþætti í atferli hesta, hvaða öryggisatriði beri að hafa í huga við almennt hestahald og hvaða reglur gilda þar að lútandi. Grunnatriði í almennri umhirðu hrossa s.s. fóðrun, hófhirðu og heilbrigði.
    HEST1GR05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnþáttum í atferli, eðli og hegðun, skapi, skynjun og skynfærum hesta.
    • reglur varðandi hestahald og helstu öryggisatriðum er lúta að hestahaldi.
    • aðbúnaði hrossa í hesthúsi og í haga.
    • grunnatriðum varðandi fóðrun hrossa.
    • helstu þætti varðandi mismunandi fóðurþarfar hrossa.
    • mismun gróffóðurs og kjarnfóðurs.
    • grunnatriðum lútandi vítamín og steinefnaþarfir hrossa.
    • helstu atriðum er varða hófhirðu hrossa.
    • helstu atriði er varða almennt heilbrigði hrossa.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • umgangast hesta og annast þá á hestvænum og öruggum forsendum.
    • nálgast, teyma, binda og meðhöndla hesta á réttan hátt.
    • nota helsta búnað og aðstöðu sem fylgir greininni.
    • aðstoða við fóðrun og hirðingu.
    • hreinsa úr hófum fyrir og eftir útreiðar.
    • aðstoða við járningar og hófhirðu útigangshrossa.
    • meta almennt heilbrigði hrossa.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • umgangast hesta og annast þá á hestvænum og öruggum forsendum.
    • tekið við upplýsingum frá yfirmanni og aðstoðað við fóðrun og gegningar.
    • hreinsað úr hófum.
    Námsmat er fjölbreytt og felst meðal annars í ýmsum verkefnum, prófum, jafningjamati og sjálfsmati.