Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1435346290.76

  Íslenska, grunnstoðir
  ÍSLE1LR05(SS)
  73
  íslenska
  lestur og ritun
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Í áfanganum er lögð megináhersla á lestur og ritun.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • mikilvægi lestrar
  • mismunandi aðferðum við lestur
  • mikilvægi þess að geta áttað sig á aðalatriðum í texta
  • mikilvægi réttritunar
  • helstu hjálpargögnum við ritun
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • nota mismunandi lestrartækni við lestur mismunandi texta
  • taka út aðalatriði úr texta og átta sig á meginefni hans
  • koma frá sér texta á rituðu máli
  • nota viðeigandi hjálpargögn við frágang ritsmíða
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • ákvarða hvaða lestraraðferðum skuli beitt við hinar ýmsu textagerðir
  • dýpka lesskilning sinn
  • styrkja eigin mál- og ritfærni
  • túlka texta þó merkingin liggi ekki á yfirborðinu
  • endursegja lengri sögu á sannfærandi hátt og lýsa flóknum aðstæðum með skýrum og einföldum hætti án málalenginga
  Lögð verður áhersla á fjölbreytt námsmat. Metin verða verkefni af ýmsu tagi sem nemendur leysa í kennslustundum og/eða heima.