Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1454679284.61

  Líkamsrækt og heilsuefling 4
  LÍKA1GR01
  9
  líkamsrækt
  Áhersla lögð á gildi reglulegrar og skipulagðrar líkamsþjálfunar
  Samþykkt af skóla
  1
  1
  Áfanginn er að mestu leyti verklegur. Lögð er áhersla á gildi reglulegrar og skipulagðrar líkamsþjálfunar og nemendum gerð grein fyrir ábyrgð á eigin líkama. Með virkri þátttöku í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur fái sem fjölbreyttasta hreyfingu sem reynir hæfilega á hjarta- og æðakerfið, vöðvastyrk og viðhaldi liðleika. Farið er yfir fræðilega þætti tengda skipulagi þjálfunar og nemendur vinna verkefni sem snúa að undirbúningi og skipulagi eigin þjálfunar. Í kjölfarið gera nemendur eigin þjálfunaráætlun sem þeir fylgja yfir önnina. Framkvæmd eru þol- og styrktarpróf í upphafi og lok annar. Nemendur eru hvattir til að tengja tölvu og upplýsingatækni við skrásetningu upplýsinga og vinnu að eigin áætlanagerð.
  LÍKA1HL02 (LÍH1A02)
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • ræktun líkama og sálar.
  • mikilvægi hreyfingar með tilliti til heilsueflingar, vellíðunar og góðs lífsstíls til framtíðar.
  • fjölbreyttum þjálfunaraðferðum allra grunnþátta: þols, styrks, liðleika, snerpu og hraða.
  • skipulagningu þjálfunar og mikilvægi markmiðssetningar.
  • hvaða þættir það eru sem þarf að hafa í huga þegar þjálfun er skipulögð.
  • aðferðum til að mæla og meta þjálfunarástand.
  • framkvæmd líkamlegra (afkasta)mælinga og úrvinnslu.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • stunda hreyfingu á eigin forsendum sem orsakar jákvætt viðhorf til líkams- og heilsueflingar.
  • stunda fjölbreytta þjálfun þols, styrks og liðleika.
  • skipuleggja eigin þjálfun í líkams- og heilsurækt.
  • setja sér raunhæf markmið.
  • fara eftir eigin tímaáætlun.
  • meta eigin líkamsástand með mismunandi aðferðum.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • stunda ”líkamsrækt fyrir lífstíð” sem metið er með verkefnavinnu
  • framkvæma eigin þjálfunaráætlun sem miðar markvisst að því að efla líkamshreysti og afköst. Þetta er metið með verklegum æfingum.
  • nálgast upplýsingar og nýta sér þær til að efla og viðhalda góðri heilsu. Þetta er metið með verkefnavinnu og verklegum æfingum.
  • nýta sér upplýsingatækni við alhliða líkams- og heilsurækt og mat á eigin heilsu sem metið er með verkefnavinnu.
  • leysa af hendi verkefni sem snúa að skipulagi eigin þjálfunar.
  Námsmat er byggt á ástundun og hæfni nemenda til að tileinka sér þekkingu og leikni áfangans ásamt líkamlegum mælingum sem eru í samræmi við það sem unnið er með hverju sinni. Nemandi heldur einnig þjálfunardagbók yfir önnina og leiðsagnarmat er markvisst notað.