Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1455027987.1

    Enska á fyrsta námsári málabrautar
    ENSK2OR09
    102
    enska
    Bókmenntir (fjölbreyttir textar), menning, orðaforði, rannsóknir og ritun
    Samþykkt af skóla
    2
    9
    Í þessum áfanga er lögð áhersla að nemendur lesi fjölbreyttar bókmenntir og læri að túlka þær og tileinka sér þann orðaforða og þau vinnubrögð sem því fylgir. Einnig eru krefjandi textar lesnir vandlega með tilliti til orðaforða og málskilnings og enn er aukið á þekkingu á málfræði. Einnig er lögð áhersla á bæði stýrða og frjálsa ritun.
    sjá lokamarkmið enskunáms í grunnskóla
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sögu, þjóðfélagsfræði og menningu á helstu málsvæðum enskunnar
    • ólíkum viðhorfum og gildum og hvernig þau móta menninguna í þeim löndum þar sem tungumálið er notað
    • rithefðum sem við eiga í textasmíð, m.a. um inngang með efnisyrðingu, meginmál með vel afmörkuðum efnisgreinum og niðurlag
    • mismunandi afstöðu og túlkun bókmennta og dýpri merkingu texta
    • hugtökum í bókmenntafræði
    • orðaforða í ræðu og riti sem gerir honum kleift að tileinka sér með góðu móti lesefni í áframhaldandi námi eða starfi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • tjá sig munnlega skýrt og hnökralaust um málefni sem hann hefur kynnt sér
    • tjá sig skriflega bæði á formlegan og óformlegan hátt
    • lesa sér til fræðslu og/eða ánægju fræðilega og bókmenntalega texta sem gera miklar kröfur til lesandans, bæði hvað varðar orðaforða og uppbyggingu
    • greina sögulegt, félagslegt, menningarlegt eða pólitískt samhengi í texta
    • nýta sér fyrirlestra, umræður og rökræður um efni fræðilegs og menningarlegs eðlis
    • skilja sér til gagns þegar fjallað er um flókið efni
    • átta sig á mismunandi málsniði og stíl í töluðu máli og undirliggjandi merkingu, viðhorfum og tilgangi þess sem talar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja daglegt mál, fjölmiðlaefni, fræðigreinar, bókmenntir, geti lesið milli línanna og túlkað ljóð
    • skrifa formlegan og óformlegan texta og beita rithefðum sem við eiga í textasmíð
    • nýta nýjan orðaforða í ræðu og riti
    • beita málinu af lipurð og kunnáttu til að geta tekið fullan þátt í umræðum og rökræðum þar sem fjallað er um persónuleg, menningarleg, félagsleg og fjölmenningarleg efni
    • flytja vel uppbyggða frásögn, kynningu eða greinargerð, draga fram aðalatriði og rökstyðja mál sitt nokkuð nákvæmlega með dæmum og bregðast við fyrirspurnum
    • túlka og greina bókmenntaverk
    • lýsa skýrt og greinilega flóknum hlutum eða ferlum á sviði sem þeir hafa kynnt sér
    • skrifa texta með röksemdafærslu þar sem fram koma rök með og á móti og þau eru vegin og metin.
    Símat, áfangapróf, miðsvetrarpróf og lokapróf.