Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1455469800.21

    Íþróttir á þriðja námsári: Íþróttir, þrekjálfun og heilsurækt
    ÍÞRÓ1AC02
    141
    íþróttir
    Almennar íþróttir C
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    Íþróttir, þrekþjálfun og heilsurækt þar sem aukin áhersla er lögð á þekkingu nemenda á þoli, þreki, styrktarþjálfun, umfangi, ákefð, loftháðri og loftfirrtri vinnu. Auknar kröfur er gerðar um sjálfstæð vinnubrögð nemenda í þágu eigin heilsu sem getur nýst þeim til frambúðar bæði innandyra sem utan. Einnig er mikilvægt að nemendur átti sig á líkamlegum og lífeðlisfræðilegum breytingum sem eiga sér stað við ástundun íþrótta og heilsuræktar. Aukin áhersla er lögð á að geta metið eigin heilsufar, líkamsvitund og líkamsbeitingu. Áhersla lögð á markmiðssetningu í eigin þágu með mismunandi leiðum. Nemendum er kynnt forvarngargildi íþrótta, líkams- og heilsuræktar. Að hausti býðst nemendum að taka valgreinar í fjórar vikur, breytilegar íþróttagreinar eftir árum, þar sem þekking nemenda á viðkomandi grein er dýpkuð. Byggt er ofan á þekkingu nemenda í gömlum íslenskum og erlendum dönsum sem og hópdönsum. Kennsla fer fram innandyra sem utan
    ÍÞRÓ1AB02
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægi þess að efla bæði líkamlegan og andlegan styrk með fjölbreyttum þjálfunaraðferðum og markvissri hreyfingu þar sem mismunandi ákefð er beitt
    • loftháðri og loftfirrtri vinnu
    • líkamlegum og lífeðlisfræðilegum breytingum við þjálfun
    • mikilvægi sjálfstæðra vinnubragða í eigin þágu
    • mikilvægi útivistar og möguleikum sem bjóðast til hreyfingar utandyra.
    • mikilvægi þess að búa sig rétt til útivistar og geta áttað sig í á korti
    • samvinnu og tillitssemi
    • forvarnargildi íþrótta, líkams- og heilsuræktar
    • gömlum íslenskum og erlendum dönsum, samkvæmis- og hópdönsum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • þjálfa á markvissan og fjölbreyttan hátt þol, styrk, snerpu og liðleika, greina á milli loftfirrtar og loftháðrar þjálfunar ásamt því að öðlast enn frekari leikni í því að vinna sjálfstætt
    • þekkja líkamlegar og lífeðlisfræðilegar breytingar við þjálfun
    • finna leiðir til þess að efla bæði líkamlegan og andlegan styrk við mismunandi ákefð, setja sér raunhæf markmið og að geta skipulagt eigin þjálfun til skemmri og lengri tíma
    • búa sig undir útivist við mismunandi aðstæður með breytilegri ákefð og geta áttað sig á korti
    • stunda æfingar og hreyfingu sem stuðlar að bættri líkamsbeitingu og líkamsvitund.
    • taka þátt í leikjum og æfingum sem efla jákvæða upplifun og viðhorf til heilsuræktar.
    • dansa gamla íslenska og erlenda dansa, samkvæmis- og hópdansa
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skipuleggja og leysa af hendi verkefni sem snúa að eigin íþróttaiðkun og velja heilsurækt við hæfi
    • skipuleggja og meta mismunandi aðferðir til upphitunar, þol-, styrktar-, snerpu- og liðleikaþjálfunar. Einnig að meta mismunandi ákefð við hreyfingu og að þekkja þær lífeðlisfræðilegu breytingar sem verða við hreyfingu
    • finna hæfilegt æfingaálag og geta sett sér skammtíma- og langtíma markmið
    • stunda útivist við mismunandi aðstæður og ákefð, geta útbúið lista yfir nauðsynlegan búnað til styttri og lengri ferða
    • meta eigin heilsufar og leita sér leiða til úrbóta
    • meta eigin líkamsstöðu og líkamsbeitingu
    • leysa af hendi æfingar og leiki sem viðhalda og bæta líkamlega-, andlega- og félagslega þætti
    • geta unnið með öðrum nemendum s.s. í hópverkefnum, boltaleikjum og dansi
    Verkleg próf eru tekin bæði um jól og að vori. Að vori er einnig gefin námseinkunn fyrir allan veturinn sem samanstendur af mætingu og virkni í tímum.