Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1455536925.33

    Enska fyrir ferðaþjónustu I
    ERTU3EF03
    1
    Erlend tungumál
    Enska fyrir ferðaþjónustu
    Samþykkt af skóla
    3
    3
    Í áfanganum er byggður upp virkur orðaforði sem tengist störfum í ferðaþjónustu almennt og einnig fagorðaforði fyrir ferðaþjónustu sem fræðigrein. Unnið er með ólík málsnið og nemendum gerð grein fyrir hefðum sem eiga við um talað og ritað mál og formlega og óformlega málnotkun. Nemendur eru hvattir til að tala ensku sín á milli í kennslustundum og nota það tungumál í öllum samskiptum við kennarann. Sérstök áhersla er lögð á ritun við kennslu og þjálfun á nýjum orðafoða og gert ráð fyrir að nemendur skili ritunarverkefnum reglulega.
    Kjarnaáfangar í ensku
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Hvernig helstu hugtök ferðaþjónustunnar eru túlkuð og tjáð á ensku.
    • Ólíkum málsniðum og hefðum sem eiga við um talað og ritað mál við mismunandi aðstæður (t.d. muninn á formlegri og óformlegri málnotkun).
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Skilja almennt talað mál og fagmál ferðaþjónustunar, jafnvel þar sem frásögn er ekki sett skipulega fram og talað er með sterkum hreim.
    • Lesa texta sem gera kröfur til nemandans hvað varðar orðaforða og uppbyggingu.
    • Nota tungumálið á sveigjanlegan og skilvirkan hátt í samræðum.
    • Beita ritmáli í mismunandi tilgangi og með þeim stílbrigðum og málsniði sem við á við ólíkar aðstæður, svo sem bréf, tölvupóst og skýrslur.
    • Nota ýmis hjálpartæki til að auka þekkingu og skilning á enskri tungu.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Nýta sér fyrirlestra, umræður, rökræður og aðra umfjöllun um efni sem hann hefur þekkingu á eða eru á sérsviði ferðaþjónustunnar.
    • Beita mismunandi málsniði og stíl í töluðu máli og áttað sig á undirliggjandi viðhorfum og tilgangi þess sem talar.
    • Lýsa, skýrt og reinilega, sérhæfðum hlutum eða ferlum á sviði ferðaþjónustunnar.
    • Taka þátt í umræðum um ferðatengd málefni, hvort heldur við vinnufélaga eða viðskiptavini.
    Fjölbreytt ritunarverkefni, munnleg verkefni og lokapróf (munnlegt og skriflegt).