Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1455537475.99

    Enska fyrir ferðaþjónustu II
    ERTU4EF03
    1
    Erlend tungumál
    Enska fyrir ferðaþjónustu
    Samþykkt af skóla
    4
    3
    Í áfanganum er lögð sérstök áhersla á Ísland sem ferðamannaland. Viðfangsefni og orðaforði tengist m.a. sögu lands og þjóðar, landafræði og jarðfræði, menningu, atvinnulífi, fólkinu í landinu, stjórnmálum og stjórnskipulagi. Nemendum eru kennd grunnatriði við vinnslu þýðinga, t.d. í tengslum við upplýsingagjöf um Ísland og samantekt upplýsinga fyrir erlenda ferðamenn. Nemendur vinna misjafnlega viðamikil verkefni sem byggjast á sjálfstæðum athugunum og heimildaöflun. Verkefnin eru lögð fram ýmist skriflega eða munnlega.
    Enska fyrir ferðaþjónustu I eða sambærilegt nám í ensku
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Helstu hugtökum sem tengjast kynningu Íslands fyrir erlendum ferðamönnum og hvernig þau eru túlkuð og tjáð á ensku.
    • Grunntækni vinnu við þýðingar.
    • Orðaforða sem gerir honum kleift að tileinka sér með góðu móti fræðsluefni á ensku í áframhaldandi námi og starfi.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Skilja vel sérhæfða texta á sviði ferðamála.
    • Tjá sig af öryggi um málefni tengd ferðaþjónustu við ólíkar aðstæður, t.d. í samræðum við ferðamenn eða formlegum kynningum á ferðatengdu efni.
    • Beita ritmáli í mismunandi tilgangi og með þeim stílbrigðum og málsniði sem við á við ólíkar aðstæður, svo sem við gerð þýðinga, leiðalýsinga og auglýsinga- eða upplýsingatexta.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Geta lagt gagnrýnið mat á texta.
    • Geta hagnýtt sér fræðitexta og metið heimildir á gagnrýninn hátt.
    • Geta flutt vel uppbyggða frásögn, kynningu eða greinargerð, dregið fram aðalatriði og rökstutt mál sit tog brugðist við fyrirspurnum.
    • Vinna úr ýmsum upplýsingaveitum og fella saman í eina heild samkvæmt þeim hefðum sem gilda um heimildavinnu.
    • Geta beitt mismunandi málsniði og stíl í töluðu og rituðu máli og áttað sig á undirliggjandi viðhorfum og tilgangi þess sem talar eða skrifar.
    Símat byggt á ritunarverkefnum, kynningum/fyrirlestrum og könnunarprófum.