Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1455577080.46

    Íslenska á fyrsta námsári: Ritun og ritreglur
    ÍSLE2SW03(S)
    101
    íslenska
    Stafsetning og ritun
    Samþykkt af skóla
    2
    3
    S
    Nemendur fá þjálfun í ritun og skrifa m.a. rökfærsluritgerð
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • ritreglum svo að viðunandi geti talist
    • ýmsum tegundum texta
    • beygingarkerfi málsins og ýmsum blæbrigðum þess
    • helstu hugtökum í ritgerðasmíð
    • ritsmíðum af ýmsu tagi, m.a. rökfærsluritgerðum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • notkun handbóka, orðabóka, leiðréttingarforrita og gagnabanka ýmiss konar
    • að tjá sig í ræðu og riti svo að viðunandi geti talist
    • samningu ýmiss konar ritsmíða, m.a. nytjatexta og bókmenntatexta
    • að búa eigin texta til birtingar
    • ritun rökfærsluritgerðar þar sem hann beitir gagnrýninni hugsun og kemur skoðunum sínum á framfæri á skýran og greinargóðan hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • semja stutta texta af ýmsu tagi með viðeigandi málfari
    • beita blæbrigðum í málnotkun til að forðast einhæfni og endurtekningar
    • rökstyðja eigin fullyrðingar, ákvarðanir eða skoðanir á málefnalegan hátt í ræðu og riti
    reglubundnar skriflegar æfingar frammistaða í tímum og ástundun misserispróf