Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1455630709.39

    Íslenska á öðru námsári: Bókmenntasaga og bókmenntir fram til 1820, bragfræði og stílfræði
    ÍSLE3BÍ07
    150
    íslenska
    Bókmenntasaga, Íslendingasaga og forn kveðskapur
    Samþykkt af skóla
    3
    7
    F
    Bókmenntasaga og bókmenntatextar frá upphafi til 1820
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sögu íslenskra bókmennta frá upphafi til 1820
    • hugarheimi fornbókmennta með því að lesa eina Íslendingasögu vandlega
    • ýmsum bókmenntatextum í lausu og bundnu máli frá elstu tímum til 1820
    • bragfræði og stílfræði
    • öllum helstu bókmenntahugtökum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • að lesa forna texta sér til gagns og ánægju
    • að fjalla um bókmenntatexta frá fyrri tíð í ræðu og riti
    • að beita hugtökum bragfræði og stílfræði og öðrum helstu bókmenntahugtökum við greiningu bókmenntatexta
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja forna texta og hugmyndaheim þeirra
    • tileinka sér efni ýmissa bókmenntatexta frá fyrri öldum
    • skilja og nota viðeigandi stílbrögð, orðatiltæki og menningarlegar vísanir í talmáli
    • lesa bókmenntir sér til skilnings, gagns og gamans
    • lesa alla texta með gagnrýninni hugsun
    skriflegar æfingar frammistaða í tímum og ástundun misserispróf