Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1455979153.89

    Umhverfisfræði fyrir ferðaþjónustu
    UMHV4UF05
    1
    umhverfisfræði
    Umhverfisfræði fyrir ferðaþjónustu
    Samþykkt af skóla
    4
    5
    Í áfanganum er fjallað um umhverfismál í sérstakri tengingu við ferðaþjónustu og ferðamennsku á Íslandi. Fjallað er almennt um jákvæð og neikvæð áhrif ferðaþjónustu á náttúru og umhverfi og um þá hugmyndafræði sem einkennir umfjöllun um umhverfismál ferðaþjónustunnar hér á landi s.s. sjálfbæra þróun og ábyrga starfshætti. Einnig er fjallað um Íslenska náttúru sem auðlind í ferðaþjónustu og það hlutverk sem fyrirtæki og starfsfólk í ferðaþjónustu gegna þegar kemur að því að viðhalda gæðum auðlindarinnar. Sérstaklega er fjallað um náttúruleg þolmörk áfangastaða, ástand vinsælla ferðamannastaða á Íslandi og hlutverk ýmissa stofnanna og samtaka sem koma að umhverfismálum á Íslandi. Markmið áfangans er að vekja nemendur til umhugsunar um mikilvægi umhverfisins sem auðlindar í ferðaþjónustu og veita nemendum grundvöll til að mynda sér skoðun á helstu umhverfisverndarumræðu atvinnugreinarinnar á gagnrýnan og upplýstan máta.
    Forkröfur eru engar.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Jákvæðum og neikvæðum birtingarmyndum samskipta og tengsla mannsins við umhverfið.
    • Mikilvægu hlutverki náttúru- og umhverfisverndar fyrir íslenska ferðaþjónustu og þeim verkefnum sem atvinnugreinin hefur ráðist í eða þarf að veita sérstaka athygli.
    • Hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar, sjálfbærni í ferðaþjónustu og auknum kröfum samfélagsins um ábyrga starfshætti.
    • Helstu þolmarkarannsóknum sem gerðar hafa verið á áfangastöðum í íslenskri ferðaþjónustu og niðurstöðum þeirra.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Gera grein fyrir þeim aðferðum og þeirri hugmyndafræði sem nýttar eru í dag til „lausnar“ á neikvæðum áhrifum ferðaþjónustu.
    • Nota hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar í tengingu við hverskonar verkefni í ferðaþjónustu.
    • Á upplýstan hátt taka þátt í umræðum er varða umhverfismál í ferðaþjónustu.
    • Mynda sér skoðanir á ýmsum málefnum umhverfismála byggðum á gagnrýnni hugsun.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Gæta hagsmuna náttúrunnar og umhverfisins í hverskonar störfum í ferðaþjónustu.
    • Starfa á virkan hátt eftir sjálfbærnis- og/eða umhverfisstefnu ferðaþjónustufyrirtækja.
    • Hagnýta sér hugmyndir um ábyrga starfshætti í rekstri fyrirtækis eða störfum í ferðaþjónustu.
    • Stunda áframhaldandi nám á sviði umhverfisfræða og/eða ferðafræða.
    • Taka virkan og upplýstan þátt í umræðum atvinnugreinarinnar þegar við kemur umhverfismálum.
    Námsmat samanstendur af verkefnavinnu nemenda í kennslustund og heima fyrir. Þátttaka nemenda í kennslustund og umræðum er einnig hluti námsmats.