Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1455982736.75

    Ferðalandafræði Íslands I
    FLÍS3ÁF03
    1
    Ferðalandafræði Íslands
    Landafræði og áfangastaðir í ferðaþjónustu
    Samþykkt af skóla
    3
    3
    Í áfanganum er almennt fjallað um helstu ferðamannastaði í byggð og óbyggð á Íslandi, aðstöðu þeirra og þjónustu sem er í boði. Þá er einnig fjallað um ferðamanninn sjálfan og hverju hann sækist eftir á ferðalagi um landið. Sérstök áhersla er lögð á ferðamöguleika og framboð íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja og þá helst í tengslum við einkenni þjóðlífs og náttúru sem aðdráttarafls í ferðaþjónustu. Þá er einnig fjallað sérstaklega um samskipti ferðaþjónustunnar við umhverfi sitt og skoðað hvernig ákveðin landnýting og ýmis afþreying í ferðaþjónustu getur farið saman. Í áfanganum er lögð mikil áhersla á aukna leikni í notkun helstu ferðahandbóka og landakorta auk þess að nemendur hljóta aukna þekkingu á helstu upplýsingamiðlum um land, þjóð og ferðaþjónustu. Fjallað er um helming landsins í þessum fyrsta hluta ferðalandafræði Íslands.
    Forkröfur eru engar.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Starfsumhverfi og aðstæðum íslenskrar ferðaþjónustu.
    • Íslandi með augum ferðamannsins.
    • Áhrifum ferðamennsku á íslenskt samfélag og umhverfi.
    • Ferli skipulagningar og undirbúnings ferða um Ísland bæði fyrir hópa sem og einstaklinga.
    • Fjölbreytileika ferðamanna og ólíkra þarfa þeirra í ferðaskipulagningu með tilliti til markhóps.
    • Vegakerfinu og ferðamöguleikum í byggð og óbyggð.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Greina staðhætti á láglendi og hálendi Íslands og nýta í ferðaskipulagningu.
    • Skipuleggja ferðir fyrir mismunandi hópa með mismunandi þarfir.
    • skipuleggja ferðir með tilliti til fjarlægða, vegalenda og þjónustuframboðs.
    • Setja saman mismunandi afþreyingu, aðdráttaröfl og áfangastaði á Íslandi á skynsamlegan og spennandi máta.
    • Nýta handbækur, bæklinga, heimasíður og aðra miðla til upplýsingaöflunnar.
    • Lesa landakort og rafræn kort sem og aðrar upplýsingaveitur fyrir ferðaþjónustu.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Starfa eftir helstu verk- og vinnuferlum ferðaþjónustuaðila á Íslandi.
    • Leita upplýsinga um land og þjóð og framboð á þjónustu fyrir ferðamenn hér á landi.
    • Nota hin ýmsu landakort og ferðagögn til skipulagningar ferðalaga og upplýsingaöflunar fyrir ferðamenn.
    • Skipuleggja sérsniðnar ferðir fyrir ákveðna hópa eða einstaklinga þar sem tekið er tillit til einkenni ferðamannastaða, framboðs afþreyingar, þjónustu, vegalengda og ferðamöguleika.
    • Að gera ferðir þeirra sem kjósa Ísland sem áfangastað sem ánægjulegastar og uppfylla /ganga fram úr kröfum viðskiptavina.
    Námsmat samanstendur af verkefnum og skýrslum sem nemendur vinna yfir önnina ásamt lokaprófi.