Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1456938921.92

    Líffræði á öðru námsári á eðlisfræðideild: Líffæra og lífeðlisfræði
    LÍFF2CL05
    72
    líffræði
    Líffæra- og lífeðlisfræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Gerð og starfsemi líffæra og líffærakerfa mannsins
    LÍFF1EL05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • gerð og mikilvægi húðar
    • hjarta og æðakerfi
    • vessa- og ónæmiskerfi
    • meltingu og meltingarfærum
    • öndun og öndunarfærum
    • starfsemi nýrna
    • gerð taugunga og taugaboða
    • byggingu heilans
    • skynjun og skynfæra
    • gerð stoðgrindar og vöðva
    • innkirtlakerfi
    • æxlunarkerfi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • þekkja vefjagerðir og byggingu helstu líffæra mannsins
    • kryfja hjarta og lungu
    • mæla starfsemi lungna
    • reikna út næringargildi fæðu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • fjalla um líkamann og sýna skilning á virkni hinna mismunandi líffærakerfa
    • gera sér grein fyrir inntaki vísindagreina og geta fjallað um innihald þeirra
    • afla sér frekari þekkingar á sviði lífeðlifræðinnar
    • taka ábyrgð á eigin lífi m.t.t. lífeðlifræðilegra þátta
    Námseinkunn Stúdentspróf