Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1457010661.36

    Stjórnun
    STJR4SF03
    4
    Stjórnun
    Stjórnun fyrirtækja
    Samþykkt af skóla
    4
    3
    Meginmarkmið áfangans er að nemendur kynnist grundvallar hugtökum, kenningum og aðferðum í stjórnun og forystu fyrirtækja og stofnana. Farið er yfir grundvallaratriði í stjórnun fyrirtækja og starf stjórnenda, stjórnunarstíla, skipulag og skipurit. Þá er sérstaklega fjallað um markmiðasetningu, stefnumótun, grunnatriði mannauðsstjórnunar og verkefnastjórnun. Að auki er fjallað um hópa- og teymisvinnu, hvatningu í starfi og mikilvægi starfsánægju. Lögð er sérstök áhersla á stjórnun fyrirtækja í ferðaþjónustu. Lögð verður sérstök áhersla á stjórnun fyrirtækja í ferðaþjónustu.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Þróun stjórnunar sem fræðigreinar.
    • Grundvallarhugtökum og kenningum um stjórnun fyrirtækja.
    • Mikilvægi stjórnunar fyrir einstaklinga, fyrirtæki og samfélög.
    • Helstu hlutverkum stjórnandans.
    • Helstu atriðum varðandi árangursríka fundarstjórn.
    • Grunnatriðum mannauðsstjórnunar.
    • Helstu aðferðum sem notaðar eru til að leggja mat á árangur.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Skipulagningu í stjórnun fyrirtækja.
    • Þátttöku í félags- og atvinnulífi.
    • Að útbúa starfsferilsskrá.
    • Skipulagningu fundarstjórnar.
    • Að útskýra mikilvægi stjórnunar fyrir einstakling, fyrirtæki og samfélag.
    • Að túlka skipurit og lýsa mikilvægi skýrra boðleiða í fyrirtæki.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Leggja mat á stjórnun innan fyrirtækis og greina styrkleika og veikleika.
    • Leita lausna varðandi ýmsa þætti stjórnunar s.s. hvað varðar stjórnunarstíl, skipulag og starfsánægju.
    • Taka þátt í árangursríku hópstarfi og teymisvinnu í ferðaþjónustu.
    • Taka þátt í gerð stefnumótunnar fyrirtækja.
    • Beita aðferðum verkefnastjórnunar í störfum í ferðaþjónustu.
    Námsmat samanstendur af fjölbreyttri verkefnavinnu yfir önnina og skriflegu lokaprófi.