Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1457452353.81

    Latína á þriðja námsári fornmáladeildar
    LATÍ3BM13
    1
    latína
    Bókmenntir, málfræði
    Samþykkt af skóla
    3
    13
    Kenndar er sex stundir í viku. Valdir kaflar úr latneskum bókmenntum eru lesnir, þýddir, greindir málfræðilega og útskýrðir efnislega. Farið er rækilega í helstu atriði setningafræðinnar, bæði meginreglur og undantekningar í samræmi við málfræði lesinna bókmenntatexta. Orðaforði, setningarfræði og lesskilningur er þjálfaður með stílagerð og ólesnum þýðingum. Tengsl latneskra orðstofna við nýju málin eru útskýrð og rædd. Nemendur skrifa að jafnaði eina skriflega æfingu vikulega, stíl eða ólesna þýðingu óháða námsefni en með hjálp orðabókar. Skyndipróf eru að meðaltali tvö á hvoru misseri. Stefnt er að því að nemendur fornmáladeildar fari einu sinni á námsferlinum (í 5. eða 6. bekk) í Rómarferð á vegum skólans.
    LATÍ2FO13
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • latneskri mál- og setningafræði, bæði meginatriðum og helstu undantekningum
    • almennum orðaforða klassískrar latínu
    • ævi og verkum valinna höfunda
    • helstu formgerðum latneskra bókmennta, megineinkennum þeirra, uppruna og hefðum (í framhaldi af bókmenntaumfjöllun í fornfræði 5. bekkjar)
    • bragarháttum latnesks kveðskapar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa frumtexta klassískrar latínu eftir helstu öndvegishöfunda, bæði í bundnu og óbundnu máli (t. d. Caesar, Cicero, Catullus, Vergilius, Horatius, Ovidius) með hjálp orðabóka og uppflettirita
    • túlka og útskýra forna texta efnislega á sagnfræðilegum og bókmenntafræðilegum grunni
    • greina latneska frumtexta málfræði- og setningafræðilega
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tjá sig fræðilega um latneskar bókmenntir
    • nota sem staðgóða undirstöðu við háskólanám bæði í klassískum fræðum og í öðrum fræðigreinum hugvísinda (t. d. miðaldafræði, guðfræði, sagnfræði, heimspeki, málvísindum eða öðru tungumálanámi)
    • skilja rómverska menningu og bókmenntir og áhrif þeirra á hinn vestræna heim
    Námseinkunn byggir á mætingu, ástundun, frammistöðu í skriflegum æfingum, verkefnum og skyndiprófum. Jólapróf er skriflegt próf í 90 mínútur Vorpróf er stúdentspróf, bæði skriflegt og munnlegt. Skriflegt próf, 3 klukkustundir gildir 65% Munnlegt próf gildir 35%