Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1458056579.14

    Stærðfræði á þriðja námsári á eðlisfræðideild 1 (stæ III): Maclaurin-liðun og samleitni
    STÆR4MS08
    13
    stærðfræði
    Maclaurin-liðun og samleitni
    Samþykkt af skóla
    4
    8
    Efra mark. Breiðbogaföll. Flóknari tegurreikningar. Flóknari markgildisreikningar. Taylor- og Maclaurin-liðun. Samleitni óeiginlegra tegra. Samleitni raða.
    STÆR3DF09Ó og STÆR2DF09(L)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • frumreglu um efra mark og notkun hennar
    • breiðbogaföllum
    • flóknari tegurreikningi
    • flóknari markgildisreikningum
    • Taylor- og Maclaurin-liðun falla
    • samleitni óeiginlegra tegra
    • samleitni raða
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • að beita frumreglu um efra mark
    • að reikna flókin tegur
    • að liða föll
    • að reikna markgildi falla og runa með reglu l'Hospitals og Maclaurin-liðun
    • að kanna samleitni óeiginlegra tegra
    • að kanna samleitni raða
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega
    • sýna góð vinnubrögð í stærðfræði og nákvæmni í framsetningu
    • útskýra skipulega aðferðir við lausnir margvíslegra verkefna með vísun í reglur
    • átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu hugmynda og viðfangsefna og valið aðferð við hæfi
    • öðlast aukið læsi á mál stærðfræðinnar
    • greina hvenær röksemdafærsla getur talist fullnægjandi sönnun og geta byggt upp sannanir
    • gera greinarmun á nauðsynlegum og nægjanlegum skilyrðum fyrir lausn verkefna
    • búa yfir gagnrýnni og skapandi hugsun við lausn verkefna
    Námsmat í þessum áfanga er á verklegum þætti stærðfræði sem byggist á: reglubundnum skriflegum æfingum reglubundnum heimadæmum frammistöðu nemandans í tímum og vinnubrögðum við heimanám skriflegu yfirlitsprófi