Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1459330170.77

    Danska - Aukinn lesskilningur og undirstöðuatriði danskrar málfræði
    DANS2LU05
    73
    danska
    Lesskilningur, undirstöðuatriði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    SB
    Lögð er áhersla á að kenna undirstöðuatriði danskrar málnotkunar. Textar eru lesnir ítarlega til að auka orðaforða. Einnig er orðaforði styrktur með því að lesa danska texta, blaðagreinar og aðra rauntexta til að auka almennan lesskilning án þess að vita hvað hvert einasta orð þýðir. Unnið er með ritun og orðaforða úr lesefni sem viðfangsefni. Hlustun er þjálfuð og reynt er að tengja hana þeim orðaforða sem unnið hefur verið með í áfanganum. Léttar og einfaldar talæfingar eru gerðar í tengslum við orðaforða les- og ritunarefnis. Einfaldar málvenjur eru kynntar og kenndar.
    Hæfnieinkunn B í dönsku úr grunnskóla eða hafa lokið undirbúningsáfanga.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • orðaforða sem einkennir nákvæmnislestur lesbókartexta og iðkun yfirlitslestur texta án þess að skilja öll orð, til að ná rauðum þræði textans
    • undirstöðuatriðum danskrar málnotkunar (ritun og talað mál)
    • töluðu máli sem tengist lestextum og þeim orðaforða sem þeir eru byggðir á t.d sem tengist dönskum umgengisvenjum og danskri menningu
    • helstu hefðum í uppsetningu og skipulags ritaðs máls
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja almennt talað mál
    • skilja rauntexta eins og almennar blaðagreinar
    • rita einfalda texta t.d. bréf, skilaboð og endursagnir úr lesnu efni
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tjá sig í rituðu máli um innihald texta og um efni frá eigin brjósti
    • tjá sig munnlega um innihald lesins texta
    • geta beitt réttri málnotkun tengdri hæfniskröfum áfangans í rituðu og töluðu máli
    • geta hlustað og skilið almennt talað mál
    • hraðlesa eina skáldsögu á dönsku og gera henni skil í rituðu máli
    Námsmat ætti að vera stöðugt og alhliða og endurspegla kunnáttu, færni og virkni nemandans í öllum þáttum tungumálsins sem eru lesskilningur, ritun , hlustun og tal. Framfarir nemenda eru stöðugt metnar og skal öllum færniþáttum gert jafn hátt undir höfði. Námsmat verður að vera fjölbreytt og miðast við að meta hvernig nemandinn notar tungumálið og yfirfærir þekkingu sína í mismunandi samhengi. Námsmat í munnlegri færni skal vera hluti af námsmati. Munnlega færni er bæði hægt að meta með símati, jafningjamati og eins með sérstöku prófi í lok áfangans. Námsmatið þarf að endurspegla markmiðin og kennsluna þannig að það nái til allra færniþáttanna fjögurra. Mat á orðaforða á að vera hluti af matinu. Nauðsynlegt er að nemendum sé ávallt ljóst hvað verði metið hverju sinni.