Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1459778110.77

    Lífsleikni á fyrsta námsári
    LÍFS1ÉS01
    65
    lífsleikni
    samfélagið, skólinn, ég
    Samþykkt af skóla
    1
    1
    Stefnt er að eflingu einstaklingsins með því að kenna honum að þekkja sjálfan sig og vinna að því að vera sjálfstæður, sterkur og meðvitaður um umhverfi sitt og skólasamfélagið. Nemendur eru hvattir til að efla styrkleika sína og taka á veikleikum sínum og sýna umburðarlyndi gagnvart öðrum. Í upphafi misseris er lögð áhersla á að gera nemandann öruggan í skólanum til þess að auka vellíðan hans í nýju umhverfi þar sem krefjandi verkefni bíða. Forvarnir, kynheilbrigði og siðfræði skipa stóran sess þar sem m.a. gestir koma í heimsókn með fyrirlestra og verkefni.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • - því hvernig hugsanir hafa áhrif á líðan, sjálfsmynd, hegðun og einbeitingu.
    • - mismunandi leiðum til samskipta s.s. til að leysa ágreining, gagnrýna á uppbyggilegan hátt og taka við gagnrýni.
    • - árangursríkum vinnuaðferðum við nám í framhaldsskóla.
    • - kynheilbrigði og forvörnum og taki ábyrga afstöðu til þeirra
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • -greina mismunandi hugsanir og tilfinningar og leiðir til að hafa áhrif á eigin líðan.
    • -meta áhrif samskipta á aðstæður og líðan.
    • -meta árangursríkar vinnuaðferðir í námi og skipuleggja sig.
    • - fjalla um kynheilbrigði og forvarnir af virðingu og skilningi.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • - leggja mat á eigin líðan og beita einföldum leiðum til að bæta eigin sjálfsmynd, einbeitingu og almenna líðan.
    • - beita árangursríkum vinnuaðferðum í námi sínu og skipulagningu.
    • - taka ígrundaðar ákvarðandi varðandi kynheilbrigði sitt og vímugjafa.
    Ekkert próf er í áfanganum en nemendur er skylt að mæta í tíma og er vinnuframlag þeirra metið til einkunna.