Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1464099171.29

    Málvísindi í 5. bekk í fornmáladeilda
    ÍSLE2MV05
    105
    íslenska
    málvísindi
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Inngangur að almennum málvísindum og söguleg málvísindi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • • helstu eðliseinkennum mannlegs máls og málkunnáttu
    • • máltöku barna og kenningum um meðfædda málhæfileika
    • • eðli orðmyndunar og beygingar (orðhlutafræði)
    • • eðli setningagerðar
    • • myndun og eðli málhljóða (hljóðfræði)
    • • kerfislegu hlutverki málhljóða (hljóðkerfisfræði)
    • • breytileika í máli og öðrum samfélagslegum þáttum mannlegs máls
    • • helstu tegundum málbreytinga og aðferðafræði sögulegra málvísinda
    • • heimildum um mál genginna kynslóða
    • • málþróun, málstefnu og málstýringu
    • • notkun málfræðilegra hugtaka á íslensku og erlendum málum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • • lesa og tileinka sér fræðileg skrif um málfræði á íslensku og erlendum málum
    • • tjá sig um eðli mannlegs máls með upplýstum hætti og réttum fræðilegum hugtökum
    • • þekkja ólíka kerfislega þætti í íslensku og öðrum málum
    • • tjá sig um mál, málbreytingar og málstefnu með upplýstum hætti og réttum fræðilegum hugtökum
    • • hagnýta sér þekkingu sína í málvísindum við tileinkun annars máls
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • • taka þátt í upplýstri umræðu um eðli mannlegs máls
    • • taka þátt í upplýstri umræðu um mál, málbreytingar og málstefnu
    • • auðvelda sér tileinkun annars máls
    • • fylgjast með nýjum rannsóknum og fræðilegri umræðu um íslenskt mál og almenn málvísindi
    • Námseinkunn byggð á vikulegum skyndiprófum, heimaverkefnum, tveimur miðannarprófum og jólaprófi • Miðannarpróf, eitt á hvorri önn: Skrifleg 40 mínútna próf. • Jólapróf: Skriflegt 90 mínútna próf. • Stúdentspróf: Skriflegt 120 mínútna próf.