Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1464168485.36

  Hárblástur 3
  HBLÁ3FB02(CH)
  2
  Hárblástur
  Hárblástur
  Samþykkt af skóla
  3
  2
  CH
  Nemandi öðlast leikni í að blása allar hárlengdir í ólík form og útfærslur sem hæfa hverjum einstaklingi og tilefni fyrir sig og veita ráðleggingar þar um. Hann öðlast þekkingu til að velja og nota þau verkfæri og mótunaarefni sem henta best hverju sinni. Hann þjálfast í hraða og tækni við margbreytilegar útfærslur á blæstri og mótun hárs auk þess að öðlast sjálfstæði og færni til að beita hugmyndaflugi sínu og þekkingu við hönnun.
  HBLÁ3FB02BH
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • vali á viðeigandi mótunarefnum við blástur og frágang greiðslu.
  • vali á viðeigandi burstum/hringburstum og öðrum áhöldum.
  • þeim möguleikum og formbreytingum sem hárblástur býður upp á.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • blása allar hárlengdir frá grunni í tilætlað form innan ákveðinna tímamarka.
  • nota viðeigandi mótunarefni og áhöld.
  • hanna og framkvæma blástur sem hæfir andlitsfalli/líkamsbyggingu.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • geta unnið sjálfstætt og innan tímamarka.
  • beita fjölbreyttum aðferðum til að skapa og útfæra blástur á öllum hárlengdum að óskum viðskiptavinar.
  • geta ráðlagt um val á blæstri í tengslum við tilefni, tíðaanda, persónugerð og líffræðilega þætti.
  • ganga vel um vinnusvæði, gæta öryggis og hreinlætis.