Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1465205291.8

  Herraklipping 3
  HHER3FB03(CH)
  2
  Herraklipping
  Herraklipping
  Samþykkt af skóla
  3
  3
  CH
  Nemandi nýtir sér áunna færni frá fyrri stigum námsins til að efla fagmennsku og sjálfstæð vinnubrögð við allar gerðir herraklippinga. Hann beitir ólíkum verkfærum og aðferðum til að ná fram útkomu sem hæfir hverjum viðskiptavini. Hann ráðleggur um val á klippingu með tilliti til óska og möguleika og hannar sínar eigin herralínur og lýsir þeim í máli og myndum. Verkefnin eru unnin á módelum.
  HHER3FB03BH
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • mismunandi tískulínum sem eru ráðandi hverju sinni og útfærslur á þeim.
  • mismunandi samsetningu forma og aðferðum við verklýsingar.
  • hvað hæfir hverjum með tilliti til útlits og líffræðilegra þátta.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • framkvæma hverja þá klippingu sem fyrir hann er lögð með þeim aðferðum sem hæfa hverju sinni.
  • klippa herraklippingu/tískulínur eftir eigin verklýsingu og hönnun.
  • meta óskir viðskiptavinar og ráðleggja út frá þeim.
  • gera verklýsingar fyrir klippingar.
  • umgangast og hirða áhöld sín og vinnusvæði.
  • velja og nota þau efni sem hæfa hverju sinni.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • ráðleggja um form á klippingum sem hæfa viðskiptavini og vinna sjálfstætt við útfærslu þeirra.
  • geta framkvæmt flókna klippingu út frá verklýsingu.
  • beita fjölbreyttum aðferðum og tækni við herraklippingar.
  • framkvæma klippingu innan ákveðinna tímamarka.
  • hanna nýjar línur, framkvæma þær og lýsa í máli og myndum.
  • ganga vel um vinnusvæði, gæta öryggis og hreinlætis.
  Símat og lokaverkefni.