Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1465238478.57

    Fyrirbærafræði
    HEIM4FB03
    1
    heimspeki
    Fyrirbærafræði
    Samþykkt af skóla
    4
    3
    Viðfangsefni áfangans eru fyrirbærafræði og fagurfræði líkama, skynjunar, listar og náttúru. Kynntar eru helstu hugmyndir og kenningar fyrirbærafræði, m.a. hugmyndir franska heimspekingsins Maurice Merleau-Ponty, ásamt hugmyndum um fagurfræði náttúru og hversdagsleika. Nemendur taka virkan þátt í umræðum og vinna rannsóknir á eigin umhverfi og veruleika.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu hugmyndum fyrirbærafræðilegrar heimspeki
    • helstu hugtökum fagurfræðinnar
    • rannsóknum sem byggja á daglegri skráningu á skynjun á umhverfi og veruleika
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • tengja saman samtímalist og heimspeki
    • tengja hugtök um fagurfræði við náttúru og hversdagsleika
    • skrá skynjun sína á umhverfi í dagbækur
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tileinka sér kenningar heimspekinnar til að víkka hugmyndaheim sinn
    • tengja hugmyndir sínar fagurfræði og heimspeki í samræðum og skrifum
    • tileinka sér rannsóknir með daglegri skráninu í dagbók