Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1471512325.91

  Grunnáfangi í stærðfræði
  STÆR2GR05
  169
  stærðfræði
  grunnáfangi í stærðfræði
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Grunnur lagður að vinnubrögðum í stærðfræði og byggt er ofan á grunn sem nemendur hafa lært í grunnskóla. Efni áfangans er talnareikningur, algebra, jöfnur, rúmfræði, hnitakerfi og föll ásamt tölfræði.
  Grunnskólapróf
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • uppsetningu og lausn á jöfnum og formúlum
  • ýmsum reglum og beitingu þeirra t.d Pýþagorasreglan
  • talnahlutföllum, prósentum og vöxtum
  • frumhugtökum rúmfræðinnar
  • hnitakerfi, hallatölum, skurðpunktum og öðru sem því tengist
  • einslögun, hlutföllum og hornaföllum í rétthyrndum þríhyrningi
  • helstu grunnhugtökum í tölfræði
  • notkun og úrvinnslu ýmissa tölfræðigagna
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • setja upp og leysa jöfnur og formúlur
  • nota mismunandi reglur stærðfræðinnar þegar við á
  • vinna með hlutföll, prósentur og vexti
  • nýta sér tugveldisrithátt og mælinákvæmni til að bera saman tölur
  • vinna með frumhugtök rúmfræðinnar
  • vinna með og leysa ýmis dæmi tengd þríhyrningum
  • vinna úr og nýta tölfræðigögn
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • beita jöfnum og formúlum á réttan hátt við lausn ýmissa verkefna
  • beita hlutfallareikningi við lausn raunverulegra verkefna.
  • nýta sér frumhugtök rúmfræðinnar í daglegu lífi
  • nýta sér hornafallareikning í praktískum tilgangi
  • nota tölfræði í tengslum við raunveruleg úrlausnarverkefni
  Leiðsagnarmat þar sem vinna nemanda er metin jafnóðum allan námstimann. Til grundvallar matinu eru eftirfarandi þættir: Meðaltal skilaverkefna t.d heimadæma (30%) Meðaltal kaflaprófa (50%) Meðaltal smærri verkefna (skila- og tímaverkefna (20%) Ath: Einkunn í prófahluta þarf að vera 4,5 eða hærri til þess að aðrir hlutar gildi.