Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1472653882.43

  Spænska 3- a2/b1 - tungumál og menning
  SPÆN1MS05
  85
  spænska
  menning og tungumál, stig a2 - b1 í evrópska tungumálarammanum
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Byggt er markvisst á þeirri kunnáttu sem nemendur hafa nú þegar tileinkað sér ritun í samræmi við þrep A2 í evrópska tungumálarammanum. Textar verða smám saman lengri og þyngri og meginmarkmið er að auka og bæta orðaforða og tjáningarhæfni í spænsku og efla sjálfstæð vinnubrögð nemenda í náminu. Áhersla verður lögð á að nemendur tjái sig sem mest á spænsku í töluðu og rituðu máli, og á fjölbreytta og skapandi verkefnavinnu þar sem tekið er tillit til áhuga nemenda eins mikið og unnt er og ýmislegt efni af Netinu sem hjálpar við að komast nær spænskumælandi menningarheimi og eflir menningarlæsi nemenda. Nemendur geri sér ljósa eigin ábyrgð í málanámi og átti sig á mikilvægi eigin frumkvæðis og vinnu. Við lok áfangans eiga nemendur að vera komnir að mörkum A2 og B1 samkvæmt evrópska matsrammanum.
  SPÆN2TM05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að ná leikni- og hæfnimarkmiðum áfangans
  • nokkrum helstu grundvallarþáttum spænsks málkerfis svo sem framburði, tónfalli og einfaldri setningaskipan
  • spænskumælandi löndum og fengið innsýn í menningu, samskiptavenjur og siði þjóðanna
  • nokkrum aðalpersónum í spænskum bókmenntum og spænskri menningu
  • ýmsum leiðum fyrir sjálfsnám til þess að dýpka spænskukunnáttuna
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • tala skýrt og áheyrilega
  • lesa og skilja ýmiss konar texta á eigin áhugasviði eða texta um almennt efni sem fjallað er um í áfanganum.
  • fylgja söguþræði í einföldum eða einfölduðum bókmenntatextum.
  • taka þátt í almennum samræðum um efni sem hann þekkir.
  • skrifa samfellda texta um ýmis efni sem hann þekkir, t.d. mannlýsingar, lýsingar á stöðum, atburðum og umhverfi og tjáð eigin skoðanir
  • nota upplýsingatækni og hjálpargögn í tungumálanámi
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • lesa og greina margskonar gerðir texta og vinna úr þeim á fjölbreyttan hátt. greina helstu atriði þeirra og hagnýta sér í námi og starfi.
  • tileinka sér aðalatriðin í stuttum og/eða einföldum rauntextum af ýmsu tagi og tjá eigin skoðanir og fyrirætlanir.
  • segja frá eigin þekkingu, skoðunum og tilfinningum sem og persónulegri reynslu.
  • takast á við flestar algengar aðstæður og miðla á einfaldan hátt efni sem hann hefur aflað sér þekkingar á í ræðu og riti
  • skrifa um hugðarefni sín og áhugamál, ýmis málefni og atburði, ímyndaða eða raunverulega
  Leiðsagnarmat. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Fjölbreytt námsmat sem byggist á ýmsum munnlegum og skriflegum verkefnum endurspeglar markmið áfangans í öllum færniþáttum í samræmi við evrópsku tungumálamöppuna (ETM).