Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1472740029.8

  Bókmenntir og bókmenntasaga
  ENSK3BS04(MA)
  25
  enska
  bókmenntir, menning, saga
  Samþykkt af skóla
  3
  4
  MA
  Áfanginn byggir á lestri klassískra bókmennta og bókmenntasögu, smíði ritgerða og munnlegri kynningu. Textar og annað efni er valið í ljósi áherslna sviðsins. Áhersla er lögð á að þjálfa nemendur enn frekar í læsi á krefjandi textum þeim til gagns og ánægju. Nemendur þurfa að undirbúa og standa skil á munnlegri kynningu á kjörbók og höfundi hennar. Farið er yfir bókmenntatímabil og bókmenntaverk frá þriðja áratug 19. aldar til vorra daga. Einnig er farið í hjóðritunartákn til að gera nemendur færari í að nýta sér framburðartákn í orðabókum sér til gagns.
  ENSK3BÁ04
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • mikilvægi bókmennta í menningu þjóða, sér í lagi 19. og 20. aldar bókmenntum frá Bretlandi og Bandaríkjunum.
  • bókmenntaverkum eftir valda höfunda.
  • þeim bókmenntatímabilum sem fjallað er um.
  • hefðum sem eiga við um talað og ritað mál mismunandi málsnið
  • helstu hljóðritunartáknum tungunnar
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • skilja almennt talað mál, jafnvel þar sem frásögnin er ekki sett skipulega fram
  • skilja vel sérhæfða og krefjandi texta á sviði sem hann þekkir
  • skilja algeng bókmenntahugtök og geta beitt þeim af nokkru öryggi
  • geta tjáð sig af öryggi um margvísleg málefni, bæði almenn og persónuleg, ef viðfangsefni er undirbúið fyrirfram
  • beita ritmálinu í mismunandi tilgangi
  • lesa sér til gagns texta sem gera miklar kröfur til lesandans
  • rita sér til gagns og skilnings orð með hljóðritunartáknum
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • nýta sér fyrirlestra, umræður og rökræður um efni sem hann hefur þekkingu á
  • skilja sér til gagns þegar fjallað er um flókið efni, málfars- eða bókmenntalegs eðlis
  • greina sögulegt, menningarlegt og/eða bókmenntalegt samhengi texta í bókmenntaverkum og textum tengdum þeim
  • hagnýta fræðitexta um tungumál og bókmenntir og meta heimildir á gagnrýninn hátt t.d. við ritgerðasmíð
  • geta flutt vel uppbyggða frásögn, rökstutt mál sitt og brugðist við fyrirspurnum
  • beita af öryggi grundvallarrithefðum sem við eiga í textasmíð, m.a. um inngang með efnisyrðingu, meginmáli með vel afmörkuðum efnisgreinum og niðurlagi
  • nýta sér til gagns þá þekkingu í hljóðfræði og hljóðritun sem áfanginn býður upp á
  Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.