Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1472740791.84

  Málabrautarenska 2
  ENSK3BÁ04(MA)
  23
  enska
  bókmenntir, ritun, tjáning
  Samþykkt af skóla
  3
  4
  MA
  Í þessum áfanga er megináhersla lögð á að nemandi þrói með sér hæfni til að tjá eigin skoðanir á ensku. Lögð er áhersla á tal og fá nemendur þjálfun í flutningi á töluðu máli og munnlegri tjáningu, sjálfstætt og í hópavinnu. Auknar kröfur eru gerðar varðandi ritunarverkefni og ritgerðir. Sérstök áhersla er lögð á skipulega framsetningu hugmynda í rituðu og töluðu máli. Nemendur tileinka sér sjálfstæð og vönduð vinnubrögð. Unnið er með fjölbreytta texta og verkefni þeim tengdum, bæði munnleg og skrifleg. Einnig er unnið með valin bókmenntaverk.
  ENSK2BL04
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins þ.m.t. orðasamböndum og þverfaglegum orðaforða
  • notkun tungumálsins og hefðum tengdum töluðu og rituðu máli, t.d. mismunandi málsnið
  • almennum og sérhæfðum textum, geti lesið þá á sjálfstæðan hátt og beitt við það mismunandi lestraraðferðum
  • menningu þjóða þar sem tungumálið er talað sem og eigin menningu í alþjóðlegu samhengi
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • lesa og skilja án vandkvæða sérhæfðari texta á sviði sem hann þekkir til
  • lesa sér til ánægju eða fróðleiks texta sem gera miklar kröfur til lesandans, ýmist hvað varðar orðaforða og uppbyggingu eða myndmál og stílbrögð
  • skilja almennt talað mál, jafnvel þar sem frásögnin er ekki sett fram á skipulegan hátt
  • nota tungumálið á sveigjanlegan og árangursríkan hátt í samræðum
  • geta tjáð sig af auknu öryggi um margvísleg málefni
  • skrifa margskonar texta, formlega og óformlega, svo til hnökralaust og fylgja helstu rithefðum og reglum um málbeitingu
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skilja án vandkvæða megininntak erinda og rökræðna, lesa á milli línanna og átta sig á dýpri merkingu orða og texta
  • skilja efni fyrirlestra, kvikmynda og frétta og tjá sig munnlega um efni þeirra
  • geta lagt gagnrýnið mat á texta
  • lesa flóknari texta, átta sig á tilgangi og afstöðu textahöfundar og bregðast við eða tjá skoðanir sínar
  • beita rithefðum sem eiga við í textasmíð, m.a. um inngang, efnisyrðingu og meginmál með vel afmörkuðum efnisgreinum og niðurlagi
  • skilja greinilega mun á ritmáli og talmáli
  Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.