Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1478793920.4

    Efnafræði á öðru námsári á náttúrufræðideild: Framhaldsnámskeið í efnafræði
    EFNA2VG08
    15
    efnafræði
    efnatengi, gastegundir, lotubundnir eiginleikar frumefna, lögun sameinda, millisameindakraftar, rafeindaskipan, varmaefnafræði
    Samþykkt af skóla
    2
    8
    Fjallað er um grunnhugtök varmaefnafræði, grunnhugtök skammtafræðinnar, rafeindaskipan, lotubundna eiginleika frumefna og tengsl þeirra við hvarfeiginleika efnanna. Fjallað er um efnatengi, byggingar sameinda, millisameindakrafta og eiginleika lofttegunda.
    EFNA1AM05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • fyrsta lögmáli varmafræðinnar
    • hreyfiorku, stöðuorku, rafstöðuorku
    • lögmáli Hess
    • lotubundnum eiginleikum frumefna
    • hugtökunum gildisrafeindir, gildissvigrúm og virk kjarnahleðsla
    • mismunandi gerðum efnatengja
    • Lewistáknun, áttareglunni og frávikum frá henni
    • VSEPR-líkaninu til að ákvarða lögun sameinda
    • hugtökunum staðalþrýstingi, staðalaðstæðum og alhita
    • gaslögmálunum þremur og hvernig þau sameinast í gasjöfnunni
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina stefnu orkubreytinga, varma og vinnu, miðað við kerfi og segja til um formerki orkubreytinga
    • reikna hvarfvermi út frá niðurstöðum varmamælinga og töflugildum um staðalmyndunarvermi
    • segja til um efna- og hvarfeiginleika frumefna eftir stöðu þeirra í lotukerfinu
    • teikna Lewis byggingu sameinda
    • rita vokbyggingar sameinda og útskýra hvernig vokbyggingar tengjast stöðugleika sameindar
    • nota VSEPR-líkanið til að lýsa lögun sameinda og segja til um skautun þeirra
    • notað gasjöfnuna til að reikna eiginleika gastegunda og til að reikna hlutfall efna í efnahvörfum gastegunda
    • reiknað hlutþrýsting gastegunda í gasblöndu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • fylgja verklýsingu og nota helstu áhöld og efni á rannsóknarstofu til að framkvæma einfalda tilraun
    • setja fram einfaldar rannsóknarspurningar, tjá niðurstöður í töflum og myndum og draga ályktanir af niðurstöðum
    • meta trúverðugleika gagna og tjá sig munnlega og skriflega um niðurstöður tilrauna sem tengjast námsefninu
    • takast á við frekara nám í efnafræði og öðrum raunvísindum enda getur námsefni áfangans verið grundvöllur námsefnis annarra raungreina, t.d. eðlis- og líffræði.
    Símat, skriflegar og verklegar æfingar, verkbók, skýrslur, misseris- og lokapróf.