Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1483617193.58

    Tölvunarfræði á eðlisfræðideild á þriðja námsári og valgrein á þriðja námsári
    TÖLF2HH05
    3
    Tölvunarfræði
    Hlutbundin hugbúnaðargerð
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Forritun í hlutbundna forritunarmálinu Java. Gögn og segðir, klasar og hlutir, skilyrðissetningar og lykkjur. Fylki, endurkvæmni og röðun.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • gögnum og segðum
    • klösum og hlutum, notkun þeirra og smíði eigin klasa
    • skilyrðissetningum og lykkjum.
    • fylkjum
    • erfðum milli klasa
    • grunnhugtökum leitunar- og röðunarreiknirita
    • endurkvæmni
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • smíði einfaldra forrita sem vinna með inntak og úttak frá notanda
    • smíði einfaldra myndrænna forrita
    • að nota, skilja og útskýra þær röksemdafærsluaðferðir sem liggja til grundvallar í forritun.
    • að beita forritun til lausn tölulegra verkefna, svo sem greina núllstöðvar margliða
    • að meðhöndla umfangsmikil gögn með fylkjum
    • að brjóta verkefni niður í smærri viðráðanlegri einingar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skrá lausnir sínar skilmerkilega með viðeigandi skjölun
    • beita skipulegum aðferðum við lausnir verkefna á sviði hugbúnaðargerðar
    • beita gagnrýnni og skapandi hugsun við lausn verkefna
    • átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu hugmynda og viðfangsefna og valið aðferð við hæfi
    • vera læs á mál tölvunarfræðinnar
    Námsmat byggist á: *reglulegum skilum verkefna *frammistöðu nemandans í tímum og vinnubrögðum við heimanám *misserisprófum