Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1487414141.87

  Rafeindatækni í bifvélavirkjun
  BVRT3RB03
  3
  Rafeindatækni í bifvélavirkun
  Rafeindatækni í bifvélavirkjun
  Samþykkt af skóla
  3
  3
  Farið yfir díóður, zener-díóður, spennustilla, transistora, thyristora og rafeindaviðnáma (NTC-PTC). Skoðuð gerð og virkni rökrásahliða (aðgerðamagnara) í einföldum rásum og samsettum rásum. Gerðir útreikningar og æfingar í gerð einfaldra rása með tilvísan í ökutæki. Farið yfir vinnubrögð og notkun verkfæra sem þarf til að gera rafeindarásir. Gerðar tilraunir og æfingar á verkefnabretti.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • helstu torleiðurum, gerð þeirra, virkni og notagildi í rafbúnaði ökutækja, gerð og virkni rökrásahliða
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • reikna út eiginleika torleiðara
  • setja saman einfaldar rafeindarásir
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • lýsa einföldum rafeindarásum í rafbúnaði ökutækja
  Verklegt mat; nemandinn nefnir og lýsir gerð og virkni torleiðandi íhluta í rafeindarásum. Hann lýsir rökrásahliðum í einföldum rafeindarásum. Nemandinn gerir einfaldar rafeindarásir. Skriflegt mat; nemandinn leysir próf um fræðilega þætti áfangans m.a. með lýsingu á rásum og útreikningum rása.