Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1487432524.59

  Vetnisbifreiðar
  BVHR3VB01
  11
  Hreyflar í ökutækjum
  Vetnisbifreiðar
  Samþykkt af skóla
  3
  1
  Farið yfir vetnisknúin ökutæki í heild sinni. Gerður samanburður á mengunarþáttum annarra eldsneytisefna og vetnis. Skoðaðir helstu þættir sem valda gróðurhúsaáhrifum og hlýnun jarðar. Kynnt framleiðsla vetnis til notkunar í ökutækjum. Farið yfir virkni vetnisknúinna ökutækja í heild, virkni vetnisrafala og hvernig þeir vinna rafmagn til hleðslu rafgeyma. Farið yfir þær hættur sem stafa af háspennu úr rafgeymasamstæðum, meðhöndlun, viðhald og þjónustu ýmissa íhluta búnaðar.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • framleiðsluferli vetnis
  • vinnuferli efnarafala
  • aðferðum við mælingar á rafbúnaði vetnisknúinna ökutækja
  • kostum og sparnaði við notkun nýorkugjafa
  • hættum af háspenntum rafbúnaði
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • mæla rafbúnað vetnisknúinna ökutækja
  • mæla ástand rafgeyma
  • sækja bilanakóða í stjórntölvu ökutækis með prófunartæki
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • lýsa gerð og virkni helstu íhluta
  • lýsa öryggiskröfum við þjónustu og viðgerðir vetnisknúinna ökutækja
  • benda á helstu íhluti og lýst hlutverki þeirra
  • lýsa mengandi áhrifum efna og hvernig megi vinna gegn gróðurhúsaáhrifum
  Verklegt mat; nemandinn bendir á og lýsir kerfum og búnaði sem áfanginn spannar. Hann sýnir að hann getur beitt þeim mælitækjum og prófunarbúnaði sem varða áfangann. Nemandinn sýnir hvernig skuli umgangast vetnisknúin ökutæki samkvæmt öryggisreglum. Skriflegt mat; nemandinn leysir próf um fræðilega þætti áfangans og um líkamlegar hættur og mengunrhættu umhverfisins.