Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1487955051.2

    Viðburðastjórnun í ferðaþjónustu
    VIBS4VF05
    1
    Viðburðastjórnun
    Viðburðastjórnun í ferðaþjónustu
    Samþykkt af skóla
    4
    5
    VF
    Í áfanganum er fjallað um eðli viðburða og hlutverk þeirra í samfélaginu. Skoðaðar verða ýmsar gerir viðburða og mismunandi markmið þeirra. Sérstök áhersla verður lögð á viðburði innan ferðaþjónustu á Íslandi. Farið verður yfir vinnuferil við skipulagningu viðburðar, áætlanagerð, samskipta- og upplýsingastreymi, fjárhagsáætlun, framkvæmd og gæða- og árangursmat meðal annars. Hlutverk ýmissa hagsmunaaðila skoðað.
    Forkröfur eru engar.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Eðli og hlutverki viðburða í samfélaginu með sérstakri áherslu á ferðaþjónustu.
    • Innlendum og erlendum viðburðamarkaði.
    • Samstarfi ólíkra hagsmunaaðila sem að viðburðum koma.
    • Séráherslum hvað varðar kynningarstarf viðburða.
    • Ferli viðburðastjórnunar frá upphafi til enda.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Setja fram áætlun fyrir viðburð.
    • Útbúa fjárhagsáætlun.
    • Undirbúa kynningarstarf.
    • Stýra aðföngum.
    • Stjórna framkvæmd viðburðar.
    • Leggja mat á gæði og árangur viðburðar.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Undirbúa, skipuleggja og stýra margvíslegum viðburðum innan ferðaþjónustu á Íslandi.
    Fjölbreytt verkefnavinna og skriflegt lokapróf