Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1490898024.67

    Framreiðsla og matreiðsla
    FROM4SF05
    1
    Framreiðsla og matreiðsla
    Framreiðsla og matreiðsla
    Samþykkt af skóla
    4
    5
    Í áfanganum er leitast við að kynna nemendum hvernig beri að setja fram og kynna matseðil sem sölutæki þannig að hann endurspegli ímynd og þjónustumagn. Nemendur fá undirstöðuþekkingu í mismunandi gerðum matseðla hvað varðar texta og samsetningu réttaflokka. Nemendur læra að áætla magn og reikna út verð rétta út frá framlegð, framreiðslustöðlum og nýtingu. Í áfanganum er fjallað um íslenska matreiðslu í sögulegu samhengi ásamt því að kynna helstu áhrifavalda. Nemendur kynnast aðferðafræði í „gastronomique“ og vinna að verkefnum sem lúta að henni, bæði bóklegum og verklegum. Nemendur kynnast þeim starfsaðferðum sem viðhafðar eru í veitingasölum hótela og veitingahúsa. Jafnframt er farið í vínfræði frá ræktun til neyslu. Nemendur læra að leggja á borð fyrir mismunandi tækifæri og kynnast framreiðsluháttum í veitingasal. Ætlast er til að nemendur taki virkan þátt í umræðum.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mismunandi gerðum matseðla, uppsetningu þeirra og samsetningu réttaflokka.
    • áhrifum árstíðabundins hráefnis á gerð matseðils.
    • klassískum frönskum matargerðarfræðum.
    • útreikningum á framlegð rétta og nýtingarstöðlum.
    • hvernig glös, hnífapör og önnur áhöld sem tengjast borðhaldi eru meðhöndluð.
    • hvaða siðir og venjur tíðkast við borðlagningu við hin ýmsu tilefni.
    • hvaða áherslur ber að hafa í huga þegar veitingahús/hótel eru skoðuð eða gagnrýnd.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna faglega réttan matseðlatexta.
    • panta hráefni fyrir tiltekinn fjölda og áætla magn.
    • meðhöndla dúka og munnþurrkur (munnþurrkubrot).
    • leggja á borð fyrir ólík tilefni.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tengja saman ímynd fyrirtækisins og sölutækið matseðill.
    • nálgast viðfangsefnið á skapandi hátt og sýna sjálfstæði í vinnubrögðum.
    • beita gagnrýnni hugsun á hugmyndir og verkefni.
    Raunhæf verkefni, verkleg og skrifleg. Símat.